Röfl sjálfhverfrar húsmóður í úthverfi

er rassinn á mér stór í þessu?

laugardagur, september 11, 2004

englahúð

ég er að sauma mér yndislega englahúð
mjúka,mjúka, silkimjúka englahúð
svo fallleg og mjólkurhvít
eða kannski meira eins og rjómagul

til þess þurfti ég að drepa nokkra engla
dásamlega, litla, feita og fallega engla með rauða munna

þeir hlógu svo fallega þegar ég stal af þeim örvunum
og drap þá með þeim
(en þeir hættu að hlægja með rauðu munnunum þegar ég rak þá á hol)

það verður smá mál að sauma í kringum götin sem komu
þegar ég rak þá á hol

en ég mun samt eignast þessa dásamlegu húð
sem ég get klætt mig í

kannski líður mér betur í annari húð
englahúð

ef ekki þá get ég alltaf hennt henni

verk-kvíði

ætli það sé alvöru sjúkdómur? eða bara sjúkdómseinkenni? eða bara eitthvað í líkingu við biturleikaröskun? humm

allavega þá er konan ákaflega verk-kvíðin. ef að ekki er hægt að setja klukku á verkið þá finnst konunni það oft vera óyfirstíganlegt. þess vegna notar hún mikið klukku og skiptir öllum verkum niður í 20 mínútna tarnir. en sumt er ekki þannig. og hvað þá?

föstudagur, september 10, 2004

þar kom að því

húsmóðurhæfileikarkonunar eru orðnir frægir í útlöndum. það hlaut að koma að því.

*mygl*

þessi dagur hefur verið efni tilhlökkunar á þessum bæ. eiginmaður og börn áttu að fara að heiman snemma í morgun og húsfreyjan ætlaði að hafa það náðugt. sauma, lesa skáldsögur og almennt að njóta þess að þurfa ekki að vera með móral yfir því að vera ekki að gera eitthvað sem hún ætti að vera gera...eða eitthvað.

nema hvað. eins og áður hefur komið fram, lífið er ekki til þess fallið að hafa um það of mörg plön.

911 farenheit

er búin að vera að skoða þessa mynd. það er eitthvað skrítið við þetta allt.
ekki það að það er víða eitthvað skrítið í gangi. og alveg örugglega hjá bússa og félögum í bna. en mikki mor er líka eitthvað skrítinn. vinnubrögðin eitthvað undarleg.

The Terminal

þessi kvikmynd er víst byggð á sönnum atburðum. ólánssamur írani varð innlyksa á charles de gaulle. alveg ótrúlegt það sem mannskepnan getur lennt í.

annars er stefnan tekin á þessa mynd. trúmann sjóv var nefnilega alveg stórgóð. eiginlega meira en stórgóð-næstum bara brill. og bíómyndir með léttum heimspekilegum pælingum sem eru ekki árásargjarnar eru bara alltaf skemmtilegar.

þatts all

raunveruleika sjónvarp-bara silly

gaad. það er nú ekki oft sem að sönn dama gerist sek um að horfa á of mikið af lélegu sjónvarpsefni. en fyrir tilviljun sá dama áðan einhvurt raunveruleika sjónvarp. og er bara með slæman aumingja- og samúðarhroll. fegurðarsamkepnir hafa komist á annað plan (af hverju finnst mér ég hafa bloggað þetta áður...???). americas next top model. þvílíkt og annað eins. aumingja stúlkurnar. að vera að keppa í því að vera sætust (og hvernig er hægt að keppa í því!!??) fyrir framan myndavélar. ein þerra var víst plús kona (sem er alltaf gott-hélt ég) nema það þýðir að hún er "of" stór fyrir þennan bransa. einstaklega nett kona. sem ekki vildi hátta fyrir myndavélarnar og var fyrir vikið send heim.

síðan er náttúrulega alls konar drami og leiðindi í gangi.

þær gráta sönnum fegurðardrotningatárum og vilja alls ekki láta rugla sér, módelunum, saman við lákúrulegar fegurðadrottningar. Hey-Sús segi ég nú bara.

en vorkun og væntumþykja eru víst náksyldar tilfinningar. þannig að kannski finnst mér bara pínu vænt um greyin!

fimmtudagur, september 09, 2004

haustið er tíminn sem mér líður best/verst

haustið er fallegast. með sínum háu himnum og brakandi lofti. að ganga trjágöngin á háskólalóðinni, með ólesnar bækur á bakinu, lykt af nýydduðum blýöntum og strokleðri í vitunum nálgast alsælu. trjágöngin breytast í fæðingagöng. svo mjúk og umlykjandi. lofa nýju lífi við hinn endann. alveg sama í hvora áttina kona gengur. með nýju bækurnar sínar.

en svo er það hin hliðin á haustinu. skuggarnir fara á stjá. svartir hundar vilja ellta konu niður fæðingagöngin. og þau hætta að vera heit og mjúk og umlykjandi og yndisleg.

og þá vill kona bara liggja í rúminu sínu.

sökkva neðar og neðar í mjúka dýnuna. hætta að heyra. hætta að sjá. hætta að finna til, hlakka til, vera til.

bara mjúk sængin og haustið langt, langt í burtu.

og bækurnar ólesnar í bakpokanum

hummmm....

ætla konan hafi verið of drukkin til að svara spuringunni um alkóhólisma?

alkóhólismi?


Litlu rúsínurnar á leiðinni í leikskólann í morgun-bara of sætar þessi börn! Posted by Hello

miðvikudagur, september 08, 2004

konur eru frá Venus...

Sko, eins og glöggir lesendur hafa tekið eftir, og góðir vinir konunar, þá er hún feministi í húð og hár. og ekki bara femínisti heldur að auki femínisti sem aðhyllist ekki tvíhyggjukenningar. konur eru andskotan ekkert frá júpíter og kallar frá youranus eða neitt þannig. fæ bara kjánahroll við tilhugsunina um að skunsamt fólk aðhyllist einhverjar kenningar um að karlar og konur séu eitthvað fúndimentalí ólík. kallar pissa standandi og konur fæða börn....

eníveis. stundum læðist að mér svona tvíhyggjutilfinning. þá læðist að mér sú hugsun að konur séu héðan en karlar frá...látum okkur sjá, já einmitt...hummmm...HELVÍTI!!!

smáir afgangasigrar

jæja. það er svo á þessum bæ að stundum verða afgangar af máltíðun sem undirbúnar og etnar hafa verið. það er í sjálfu sér ekkert óeðlilegt. þessir afgangar fara síðan í þar til gerð allt og dýr túppervare ílát. í þeim fara þeir síðan í ískápinn. en ferð afganganna endar síður en svo þar. venjulega enda þeir nefnilega ævintýri sitt í ruslinu. stundum allt of seint.

í dag bar hins vegar svo við fyrir ákveðnum flokk af afgöngum að húsfreyjan lagði sér þá til munns sem miðdegisverð. það gefur auga leið að sú ferð er mun skemmtilegri fyrir afgangana. ný og ólík ævintýri en þeir gátu við búist bíða þeirra núna.

og húsfreyjan er stollt af sér eftir þetta afrek. næstum eins og eftir að hafa þrifið allt húsið. hún er svo ánægð með að hafa borðað afganga í hádegismat að það hefur varla hvarlað að henni að kasta máltíðinni upp. aðeins augnablik. og það verður að teljast gott hjá frístunda uppkastara sem sjaldan heldur niðri hádegismatnum-þ.e. ef slík máltíð er yfirhöfuð innbyrggð.

þannig að hér eru allir saddir og sælir.

gamanaðessu

þriðjudagur, september 07, 2004

Komin í kaskó!

jæja. núna er konan komin í kaskó næstu fimm árin. var sem sagt að fá hormónalykkjuna. og þá verður kona víst ekki ólétt. sem sagt kaskó. konan hefur nú líka verið að vellta fyrir sér að láta bara afskrá. en er ekki alveg til í að taka úr umferð alveg strax. er nefnilega ennþá tiltölulega ung kona. og einstaklega barnelsk ef út í það er farið ;)

núna þarf kona bara að þrauka næstu daga með semí hríðir og þá er bara allt tryggt.

en drengurinn með læknisfræðiprófið. fannst hann líta út fyrir að vera yngri en konan. en stalkerinn sem hún er fór nottla að tékka á málunum og hann er þremur árum eldri. en mikið er skrítið að láta ókunnugan dreng fara þangað sem fáir hafa áður farið. he bravely went where few have been before.....en bæði drengurinn og konan komu frá þessu tiltölulega heil. eða að minnsta kosti lítur út fyrir það.


þats all


núna er konan stoltur eigandi þessara ómótstæðilegu rauðu kúrekastígvéla drauma sinna :D Posted by Hello

mánudagur, september 06, 2004

jæja. konan ætlar að reyna að láta þetta ganga að þessu sinni. henni líst bara ljómandi vel á breytingarnar sem gerðar hafa verið á bloggernum til þessa. þannig að það er aldrei að vita. kannski svonakona fari bara að gera þetta reglulega.

gamanaðessu

bara allt að gerast

jæja-konan er búin að skrifa eitt stykki ritgerð og skila henni. konan er þakklát öllum sem sýndu stuðning á þessum erfiða tíma sem nú er hjáliðin.

en að auki er konan núna komin með hugmynd að mastersverkefni. koanan er líak búin að tala við ákveðinn stundakennara. og ákveðni stundakennarinn er búin að segjast vera tilbúin að aðstoða konuna við gerð verkefnis. kannski verður konan bara komin með masterspróf í vor? það er aldrei að vita. leiðir drottins eru ó-eitthvað.

og konan er glöð í dag.

þatts all