englahúð
mjúka,mjúka, silkimjúka englahúð
svo fallleg og mjólkurhvít
eða kannski meira eins og rjómagul
til þess þurfti ég að drepa nokkra engla
dásamlega, litla, feita og fallega engla með rauða munna
þeir hlógu svo fallega þegar ég stal af þeim örvunum
og drap þá með þeim
(en þeir hættu að hlægja með rauðu munnunum þegar ég rak þá á hol)
það verður smá mál að sauma í kringum götin sem komu
þegar ég rak þá á hol
en ég mun samt eignast þessa dásamlegu húð
sem ég get klætt mig í
kannski líður mér betur í annari húð
englahúð
ef ekki þá get ég alltaf hennt henni