Röfl sjálfhverfrar húsmóður í úthverfi

er rassinn á mér stór í þessu?

mánudagur, febrúar 27, 2006

æ-þúst, kona heldur bara að hún sé að verða fullorðin eða eikkva. eða kannski bara komin með nóg af þessari sjálfs-fróun. enga fróun þar að fá lengur. þarf bara að fara í harðara stuff. skrifa fyrir einhvern annan en bloggerinn. eða hún hefur ekkert að segja.

og þó, þessi kona hefur svo mikið að segja, andinn situr um hana, allan daginn alla daga alltaf hreint. hún bara hefur ekki tíma til skrifa eða spá eða neitt. en þessi andi hefur hamlað andlegum þroska margt lengi. þarf að losna við hann svo hún geti orðið í alvöru fullorðin.

3 Comments:

  • At 10:35 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Sko! stundum áttar maður sig ekki alveg á því sem þú ert að skrifa.. en það er það sama um biblíuna og önnur stórverk.. En ég hef tekið eftir einu að þú skrifar lang oftast á manudögum... þá er andinn greinilega í fullu fjöri.
    Well ég ég er með milljón stiga hita núna svo kannski skillst þetta ekki heldur... kveðja úr horbælinu ehf.....

     
  • At 12:29 f.h., Blogger Brynja said…

    ég hætti... það entist í tæpa 3 mánuði.. ég bara þarf að hafa athvarf þar sem ég fæ örugglega birt bull, níð, prósa, smásögu, uppskriftir, pólitík, tilfinningar... það hentar.. verst að fólk hætti að heimsækja mann af því það les bara bloggið og veit allt um líf manns... eða þú veist.. þannig lagað

     
  • At 11:05 e.h., Blogger roald said…

    ef það er einhvern timann tími til að blogga þá er það nú, þú gætir byrjað á að segja frá skemmtilega brúðkaupinu sem þú varst í um síðustui helgi, frá skemmtilegu sambýlingunum eða góða matarboðinu í gær ;)

     

Skrifa ummæli

<< Home