Röfl sjálfhverfrar húsmóður í úthverfi

er rassinn á mér stór í þessu?

þriðjudagur, september 07, 2004

Komin í kaskó!

jæja. núna er konan komin í kaskó næstu fimm árin. var sem sagt að fá hormónalykkjuna. og þá verður kona víst ekki ólétt. sem sagt kaskó. konan hefur nú líka verið að vellta fyrir sér að láta bara afskrá. en er ekki alveg til í að taka úr umferð alveg strax. er nefnilega ennþá tiltölulega ung kona. og einstaklega barnelsk ef út í það er farið ;)

núna þarf kona bara að þrauka næstu daga með semí hríðir og þá er bara allt tryggt.

en drengurinn með læknisfræðiprófið. fannst hann líta út fyrir að vera yngri en konan. en stalkerinn sem hún er fór nottla að tékka á málunum og hann er þremur árum eldri. en mikið er skrítið að láta ókunnugan dreng fara þangað sem fáir hafa áður farið. he bravely went where few have been before.....en bæði drengurinn og konan komu frá þessu tiltölulega heil. eða að minnsta kosti lítur út fyrir það.


þats all

4 Comments:

  • At 8:38 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Til hamingju með lykjuna!

     
  • At 8:58 e.h., Blogger svonakona said…

    ohh-mér finnst þetta anonymous ekkert sniðugt. núna veit ég til dæmis ekkert hver var að óska mér til hamingju með að geta stundað kynlíf án þess að búa til börn eða klæða kallinn í regnkápu....

     
  • At 9:24 e.h., Blogger Lilja said…

    Þú ert nú meiri spæjóinn. Leið þér betur að vita að hann væri eldri en þú? Hahahaha ;D

     
  • At 9:31 e.h., Blogger svonakona said…

    sko ég var eiginlega að vonast eftir gömlum og skjálfhenntum manni. þannig að maður fengi nú kannski eitthvað út úr því að láta ókunnugan mann heimsækja lítið könnuð lönd. en...engu að síður þá var þessi heimsók ekki eins óánægjuleg og hún hefði getað orðið.

     

Skrifa ummæli

<< Home