Röfl sjálfhverfrar húsmóður í úthverfi

er rassinn á mér stór í þessu?

miðvikudagur, febrúar 15, 2006

konuna dreymir. hana langar of oft til að vera með sítt, sítt og afar ljóst hár. þá væri lífið ekki svo flókið, þá væri nóg að bera hárnæringu í síða,síða ljósa hárið. greiða það síðan þar til að það ljómaði nægileg til að lýsa upp herbergi. þá væri hugurinn bjartur og engvir flókar.
en síðan man konan, sem er með afar stutt, afar flókið og afar rautt hár að einu sinni var hárið sítt, sítt og ljóst. og lífið var svo sem jafn flókið.
og þegar það hvarflar að konunni þá veltir hún því fyrir sér hvort að hamingjan sé kannski ekki falin í hársídd eða hárlit?

nahhh-það samt eiginlega ótrúlegt. auðvitað fellst hamingjan í hársídd. auðvitað,auðvitað, vitlausa kona. þú átt ekki að hugsa, bara safna hári.

2 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home