Röfl sjálfhverfrar húsmóður í úthverfi

er rassinn á mér stór í þessu?

fimmtudagur, maí 19, 2005

jahérna

þetta er soldið fyndið, soldið sorglegt og soldið krípi. sérstaklega I'm so tired og kiss,kiss,kiss. er bara í uppnámi hérna!

miðvikudagur, maí 18, 2005

mmmm

var að klára að lesa þessa bók. og mikið er hún eitthvað falleg og notaleg. um lífið og ástina og erfiðleikana og manneskjur og hvernig allt getur verið fallegt þó að það sé kannski soldið ljótt. en varla skvísubók. kannski skvísurnar séu að þroskast. en ég mæli með henni. og ætla mér að finna hinar bækurnar hennar lísu. af því mér finnst svo leiðinlegt að vera búin með þessa-sakna london fjölskyldunnar strax en kannski eru hinar persónur lísu líka persónur sem ekki er hægt annað en að elska og sakna. þannig bækur eru bestar-þar sem persónurnar með alla sína galla verða að einhverjum sem hægt er að þykja vænt um. persónusköpun er allt í góðum bókmenntum og hérna er góð persónusköpun. (og hey-ég er bókmenntafræðingur þannig að eitthvað hlýtur mitt álit að teljast :Þ)

mæli með fjölskylduvininum eftir lisu jewell

þriðjudagur, maí 17, 2005

litlir kassar á lækjarbakka

litlir kassar úr dingalingaling
litlir kassar og allir eins....

stundum fær konan það á tilfinninguna að það sé ekki í tísku að eiga sé sögu. það sé bara óendanlega lummó að vera mannlegur og eiga sér fleiri en eitt lag. Enginn vill vera eins og laukur sem hægt er að smám saman flysja hvert lagið á fætur öðru-öll lögin sem gera okkur einstök. er að bara konan eða er heimurinn hennar saman settur af fólki sem lætur segja sér hvað er smart og bara fer eftir því? hefur fólk kannski enga löngun til þess að vera eitthvað annað en það sem einhver segir því að vera? hún nefnilega var að sjá endann á einhverjum interior þætti. og stundum sér hún einhver interior blöð. og ekki misskilja, konan hefur heilmikinn áhuga á slíkum fræðum. en í öllum tilfellum (fyrir utan þau sem sanna kenninguna-og þau verða rædd sérstaklega síðar) eru híbýli fólks sem sýnd eru í slíku samhengi nákvæmlega eins. það er bara ekki hægt að bera kennsl á nokkurn skapaðan hlut sem hefur mótað manneskjuna. ekki hægt að gera sér neitt í hugarlund um hana (annað en að hún fylgist með því sem einhver segir að sé smart). hvergi er hægt að sjá gamlan púða sem amma saumaði út, eða örlítið klístrað listaverk eftir smábarn, eða skrítinn lampaskerm sem keyptur var á útimarkaði í parís þegar viðkomandi var þar í brúðkaupsferð. aldrei sér kona bækurnar sem hafa verið lesnar eða teppið sem hefur verið legið undir á meðan. aldrei sér kona minjagripina sem hljóta að koma inn í líf allra í gegnum tíðina. bara það sem rosalega smart og úr fínni búð eða ráðlagt af einhverjum sem vinnur við að ráðleggja það sem þeim sjálfum finnst fallegt. og allir virðast kokgleypa við því. og ekki misskilja. það er ekki bara í tengslum við svona sjónvarp og tímarit sem konan fær þetta á tilfinninguna. hún þekkir bara þó nokkra sem búa svoleiðis. og eru bara hæst ánægðir með að vera svona smart. less is not always more....en stundum á það við-en alls ekki alltaf.

en þá að hinum öfgunum. hverfum aðeins frá þessum ofurstíliseruðu smekkleysum og kíkjum á hina. það eru annað slagið nefnilega grafnir upp skemmtilegir furðufuglar sem er nákvæmlega sama. og allt það sem mótar þá er í einu hrærigraut um allt. og það er svo sem jafndapurt-og þó-ekki alveg-hitt er nefnilega verra. og síðan eru einhverjir sem setja nefið upp í loft og leyfa sér að halda fram að það sé algjör smekkleysa. er svona smekklaust að vera bara manneskja? að falla fyrir einhverju sem hrífur og langa að hafa það nálægt sér-fyrir einhverja ástæðu? af því að þannig er maður á lífi og man eftir einhverju fallegu. af því þannig er manneskja ekki eins og hinir-heldur bara einhver með sögu. einhver sem finnst fallegt og notalegt að vera með gamla púðann sem amma bróderaði í sófanum sínum (og sófinn er btw ekki smart en þægilegur-eða með áklæði sem minnir á eitthvað skemmtilegt eða er auðveldur að þrífa eða bara eitthvað annað ákaflega ósmart og óstíliserað). eða finnst fallegt að hafa kristalsljósakrónu innan um ikeaplastið af því að það sindrar fallega á það og þannig verður hjartað lítið og meyrt. eða velur sér málverk-ekki af því að það er í stíl við sófann eða af því það gerir svo mikið fyrir rýmið heldur af því það er kannski pínu fyndið eða vekur einhver hughrif sem er notalegt að finna stundum í amstri dagsins. og þannig er kannski hægt að sjá að viðkomandi hefur einhverja manneskju að geyma. og það er fallegt. miklu fallegra að vera kallaður ósmekklegur heldur en að láta segja sér hvað er smart og vera nógu vitlaus til að fara eftir því. og það er ekki óstíliserað að blanda því saman sem er fallegt í augun-kannski ekki öllu-en því sem gerir lífið að eigin lífi, húsið að heimili, biðina bærilegri og ástina innilegri. kannski er þessi kona bara svona vitlaus-en er samt fallegast-þó að engum öðrum finnist það.

ég man

þegar litla stelpan vaknaði snemma kannski var bara sunnudagur kannski voru páskar kannski var hvítasunna og sólin skein svo fallega inn um stóra gluggann í litla húsinu og engin var vakandi nema litla stelpan og allt var svo hljótt ekkert hljóð nema suðið í ískápnum litlu stelpunni fannst svo gott að stíga í sólarblettinn á gólfinu hann var svo hlýr og notalegur á beru tærnar og svo fór hún með annan fótinn í sólarblettinn en hafði hinn í skugganum og svo var hún með báða fæturna í skugganum og svo báða í sólinni og þannig lék hún sér að því að finna hvernig sólin hitaði litlu tærnar í hljóða húsinu á meðan allir sváfu á fallegum vormorgni og á veggjunum dönsuðu litlir regnbogar en litla stelpan gat ekki snert þá þó hún reyndi og hún lék sér við að finna sólina á tánum og skoða regnbogana dansa á teikningunni af mömmunni þegar hún var ung kona í kaupmannahöfn en skildi ekki af hverju hún gat ekki komið við þá en þeir voru svo fallegir þar sem þeir dönsuðu eftir veggnum síðan vaknaði einhver og sat með litlu stelpunni á meðan hellt var uppá kaffi og ilmurinn fyllti litla húsið og áfram dönsuðu regnbogarnir þegar leið á morguninn fóru regnbogarnir inn í eldhús og dönsuðu fyrir ofan eldavélina og pabbinn sagði litlu stelpunni að sólin og ljósakrónan gerðu þessa fallegu regnboga bara fyrir hana á meðan hann drakk kaffið sitt í morgunkyrrðinni og litla stelpan vissi þá að þetta yrði góður dagur af því sólin og pabbinn og ljósakrónan og kaffiilmurinn létu henni líða svo vel þarna í þögninni í litla húsinu með stóra glugganum