núna er ég alveg konan sem býr í eystri endaþarmi og dreymir um að flytja til bóhemíu. nánar tiltekið suður bóhemíu. og bara fá ríkisborgararétt þar. ha. sona eins og landi minn bobby fékk ríkisborgararétt hér. mig langar að fá ríkisborgararétt þar. og verða bóhem. í bóhemíu. hætta bara að vera kúkur í endaþarmi. skítafýla sem fylgir því.
laugardagur, apríl 16, 2005
setti sæta kaffidverginn hérna á hægri vænginn. var að vellta fyrir mér hvort það væri viðeigandi að setja hann undir vini sem blogga. hvort ég ætti að búa til nýjan vængjaflokk. "kunningjar blogga" eða "bókmenntafræðingar blogga" og komst svo að því að það væri alveg viðeigandi að setja þessu elsku undir vini sem blogga. þó að við höfum ekki sést í einhver ár. það er einu sinni þannig að kona á aldrei of mikið af vinum. og sumir eru bara vinir. eins og kaffidvergurinn.