Röfl sjálfhverfrar húsmóður í úthverfi

er rassinn á mér stór í þessu?

þriðjudagur, maí 13, 2003

ZZZZzzzzzZZZZZZzzzzzzzZZZZZZ

ég er alltaf svo ógeðslega þreytt þessa dagana að það er bara engu lagi líkt. ég er meira að segja of þreytt til að nota hástafi. og ég er svo sannarlega alltof þreytt til að skúra. sem þýðir að ég klístrast við gólfið hjá mér. en ég er of þreytt til að láta það angra mig.

sunnudagur, maí 11, 2003

Ohh-ég á við alvarlega ritstíflu að etja núna. Sem er þokkalega ´ömó, því ég ætlaði mér að vera að skrifa rosalega frábært og ómótstæðilegt fylgiskjal með umsókn minni í h-skólann. obbobobb. vegatálmar hreinlega spretta upp á vegum mínum, sem allir eru órannsakanlegir. Bæði tálmarnir og vegirnir.