Röfl sjálfhverfrar húsmóður í úthverfi

er rassinn á mér stór í þessu?

föstudagur, maí 06, 2005

bara djók sko

stundum er konan bara skemmtilegri henni er hollt. án gríns. hún er svo mikill grínari og á bara erfitt með að sleppa kaldhæðninni að það er orðið vandræðalegt.

þannig er mál með vexti að konan var í atvinnuviðtali. allt í góðu með það. huggulegt og kurteist fólk útí bæ sem tók við hana þetta viðtal.

en lengi hefur konan að vera vellta fyrir sér hvaða kona hún eigi að vera í þessu viðtali. ætti hún að vera skarpa og svala bissness típan. eða skalausa og undirgefna ritaratýpan. eða sæta og duglega stelpan.

en konan komst að því að best væri að vera bara hún sjálf. sem hún svo gerði. kannski eru starfsmannastjórar hjá stórum fyrirtækjum ekki að fíla svona harðsoðnar kaldhæðnistýpur. en það er of sein núna. en hey-þau allavega hlógu sig máttlaus af snappý einslínu djókunum.

fyrst var konan spurð að hverjir hennar helstu kostir væru. konan sagði að það væri hversu ógeðslega fyndin ég væri. þá glottu þau út í annað. hún sagði að það væri almenn drykkja og lestur-engin fegurðardrottninga áhugamál hérna. bara innipúki sem les frá sér allt vit og drekkur frá sér alla rænu reglulega. síðan var hún beðin um að lýsa því hvað fólst í síðasta starfi mínu. konan sagði að það hefði snúist um að sparka í fólk um leið og hún klappaði því á bakið. þá hlógu þau svolítið. (skildu sko alveg þennan). síðan var konan beðin um að lýsa áhugamálum sínum. og viðtalið hélt áfram og konan svaraði alltaf í fullri einlægni-og þau hlógu bara að henni.

og í lokin var svo konan spurð að því hvort að hún vildi koma með einhverja ræðu sem myndi selja hana þessu kompaníi. en konan afþakkaði. en bauðst til að syngja og dansa.

konan reiknar ekki með að fá þessa vinnu.

*mental note to self: ekki vera þú sjálf í atvinnuviðtölum*

miðvikudagur, maí 04, 2005

jæja gott fólk

svona skynsamlega eyði ég tíma mínum. og ekki orð um það meir.

hins vegar ætlast ég til að allir sem droppa hingað inn taki þetta kviss. og ég fylgist með ykkur! þurfið reyndar að gefa upp nafn og emil-en hey-ekki mikil fórn það.

Take my Quiz on QuizYourFriends.com!

þriðjudagur, maí 03, 2005

þegar kona er andlaus er alltaf hægt að skella sér á kviss....





Your Element Is Air



You dislike conflict, and you've been able to rise above the angst of the world.
And when things don't go your way, you know they'll blow over quickly.

Easygoing, you tend to find joy from the simple things in life.
You roll with the punches, and as a result, your life is light and cheerful.

You find it easy to adapt to most situations, and you're an open person.
With you, what you see is what you get... and people love that!





og svei mér þá ef að kona getur ekki séð sjálfa sig í þessum niðurstöðum kvissins. enda hárrétt þessi kviss...jájájá-alveg hárrétt!

hvar er

músan mín? á bara engar skröksögur í dag. engin falleg mynd. engin ljót heldur. en mikið langar mig að skrifa eitthvað. það er eitthvað í brjóstinu litla sem langar út en ratar ekki upp í haus. og enn síður niður í fingur. þannig að ég bara spring. ritstíflan er einmitt þar. í einhverjum taugaendum á milli brjósts og heila. ætli það sé hættulegt? að vera með stíflu þar. fá heilablóðfall þegar hún losnar. eða hjartaáfall ef hún losnar ekki. og ef hún losnar aldrei verður kannski kona þá bara með geðbólgur í brjóstinu það sem eftir er?

mánudagur, maí 02, 2005

þegar konan var bara lítil stelpa þá langaði hana eiginlega aldrei að flytja að heiman eins og flest lítl börn gera. konan man eftir bróður sínaum flytja að heiman með matsboks bíla í garðakaupspoka. og hana rámar í að hafa pakkað einhverju með það í huga að flytja að heiman. en man ekki eftir að hafa farið lengra í þeim pælingum en að pakka einhverjum bráðnauðsynlegum óþarfa í tösku eða pokaskjatta.

en núna-þegar konan er þriggja barna móðir á fertugsaldri-þá líður varla sá dagur að hana langi ekki að flytja að heiman.