Röfl sjálfhverfrar húsmóður í úthverfi

er rassinn á mér stór í þessu?

föstudagur, september 10, 2004

raunveruleika sjónvarp-bara silly

gaad. það er nú ekki oft sem að sönn dama gerist sek um að horfa á of mikið af lélegu sjónvarpsefni. en fyrir tilviljun sá dama áðan einhvurt raunveruleika sjónvarp. og er bara með slæman aumingja- og samúðarhroll. fegurðarsamkepnir hafa komist á annað plan (af hverju finnst mér ég hafa bloggað þetta áður...???). americas next top model. þvílíkt og annað eins. aumingja stúlkurnar. að vera að keppa í því að vera sætust (og hvernig er hægt að keppa í því!!??) fyrir framan myndavélar. ein þerra var víst plús kona (sem er alltaf gott-hélt ég) nema það þýðir að hún er "of" stór fyrir þennan bransa. einstaklega nett kona. sem ekki vildi hátta fyrir myndavélarnar og var fyrir vikið send heim.

síðan er náttúrulega alls konar drami og leiðindi í gangi.

þær gráta sönnum fegurðardrotningatárum og vilja alls ekki láta rugla sér, módelunum, saman við lákúrulegar fegurðadrottningar. Hey-Sús segi ég nú bara.

en vorkun og væntumþykja eru víst náksyldar tilfinningar. þannig að kannski finnst mér bara pínu vænt um greyin!

3 Comments:

  • At 8:39 f.h., Blogger Berglind Rós said…

    Þú hefðir átt að sjá Who wants to be a Playboy Playmate, þar sem stúlkurnar grétu fögrum tárum þegar Hugh Hefner rak þær aftur í fötin og heim til sín *gubb*

     
  • At 1:43 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Hehe, verð víst líka að gerast sek um að hafa horft á þennan þátt um amerísku toppmódelin, algjör snilld;) og það sem meira er, þá hugsa ég að ég eigi eftir að horfa á nokkra þætti í viðbót, Kv. Hildur E.

     
  • At 4:26 e.h., Blogger Lilja said…

    Oh, ég er nú bara gjörsamlega komin með ógeð á raunveruleikaþáttum. Mig langar bara að fá Rætur og Þyrnifuglana á skjáinn.

     

Skrifa ummæli

<< Home