Röfl sjálfhverfrar húsmóður í úthverfi

er rassinn á mér stór í þessu?

föstudagur, mars 07, 2003

Jæja!

Úff púff-ég hætti mér í dag í miskunnarlaust andrúmsloft tískuvöruverslanna höfuðborgarinnar-það var fremur líandi lífsreynsla. Sérstaklega þegar ég hætti mér í hinn grimma heim mátunarklefans og sá ásjónu mína í spéspeglinum sem tísku mafían hafur komið fyrir þar inni. Ég hef ýmist Guð almáttugan eða lýtalækna grunaða um að "eiga við" speglana. Guð til þess að reka mann í endurholdgun og lýtalæknana til að reka mann í gastric bypass, fitusog, nefaðgerð og sílíkon.
Síðan má kannski líka bæta sálfræðingum á listann-þeir vilja fá konu niðurbrotna með sjálfsmyndina í molum eftir slíka raun sem þessir klefar geta verið.
Og ég er ekkert að grínast sko-ég er alveg viss um að ég hef rétt fyrir mér. Því það getur ekki verið að ég sé eins og spéspegillinn vildi meina að ég sé.

fimmtudagur, mars 06, 2003

Jamm-þá vitum við það-ekki að þetta hafi komið mér neitt rosalega á óvart. ´

Ocean2
You come from the Ocean. You've always been drawn
to the sea, the sound of the waves, the crystal
blue water, near the sea is where you belong.


Where Did Your Soul Originate?
brought to you by Quizilla

Og þá önnur pæling...líkar mér við 101 Reykjavík vegna þess að þar finnur maður stundum lyktina af hafinu, heyrir í lúðrum skipanna stöku sinnum og sér jafnvel út á haf....?????

Humm....

þriðjudagur, mars 04, 2003

Sko-ég hef verið að pæla í einu...

Ég hef alltaf litið á sjálfa mig sem úthverfagellu. Alltaf talið að mér og mínu lífstíl hennti best að lifa og búa í úthverfi. Alin upp í Garðabænum og hef búið á nokkrum stöðum síðan þá-og er núna búsett í Kópavoginum-að eigin ósk. En svo fór ég að spekúlera. Og rifja upp hvar ég hef búið og hvernig mér hefur liðið þar. Og ég verð að segja að niðurstaðan er sláandi-og kemur rannsóknaraðilum algjörlega á óvart því hún er í algjörri andstöðu við fyrri ályktanir.
Ég hef tvisvar búið á svæði 101. Og það hafa verið ákaflega ljúf og blómleg tímabil í lífi mínu. Ég bjó ekki nema 6 mánuði á Stýrimannastígnum (einmitt húsi sem kom í innlit-útlit áðan og hefur að öllum líkindum verið kvekjan að þessum pælingum). Engu að síður finnst mér ég enn búa þar í vissum skilningi. Hugur minn staldrar oft við þessa mánuði sem ég bjó þar og það var ákaflega hamingjríkur tími. Og það var yndislegt að búa þarna. Eða það fannst mér-en helmingnum fannst það ekki.
Mér fannst dásamlegt að vakna við æfingar hljóðfæra leikarans í húsinu gegnt mér. Og mér fannst yndislegt að versla í hverfisversluninni. Mér fannst notalegt að kaupmaðurinn þar þekkti mig. Leikskólinn sem ég var svo hrifin af var alveg í næsta nágreni. Ég notaði aldrei bíl-þurfti það bara ekki. Mér fannst notalegt að fara fram á ískalt baðherbergið á morgnana (já þið lásuð rétt-það var notalegt-veit ekki af hverju). Það var notalegt að pissa undir stiganum (já aftur lásuð þið rétt). Það var yndislegt að liggja í sófanum með tærnar á milli rimlana í gamla pottofninum. Það var notalegt að sitja í eldhúsinu og drekka kaffi og horfa á grasið á blettinum fyrir utan-það var alveg einstakt hvernig ljósið var þarna.
Æji-ég er bara komin með tár í augun hérna af heimþrá.
Ég held að ég hafi hvergi verið hamingjusamari. Það var eins og ég yrði eitt með þessu fallega húsi og ég blómstraði, eignaðist næyja vini, byrjaði í spennandi námi og elskaði manninn minn heitar en sólin.
En hann þoldi þetta ekki og vildi flytja. Ohhh-ég vildi að ég hfði fengið einhverju um þetta ráðið-þá byggju ég ennþá þarna-þó að íbúðin hafi verið lítil og köld. Kannski bara svona eins og ég-lítil, köld og vonleysislega rómantísk.


En ég held reyndar að það búa meira að baki en þessi ást mín á húsinu og íbúðinni. Ég held að miðbærinn sé hámark úthverfanna. Það er að segja þss sem ég hef alltaf talið úthverfin vera. Svona eins og lítill smábær. Íbúarnir búa í mikilli nálægð við hvorn annann og eru lítið truflaðir af umferð og ágangi. Sem er einmitt það sem ég þrái. Að vera lítið trufluð af umferð og ágangi, en samt vera innan um fólk.

Humm-bar pæling sko.

En mér leið einmitt álíka þegar ég bjó á Laugaveginum til skams tíma. Mér fannst ég á einhvern áður óþekktan hátt vera frjáls og lífið vera allt svo fallegt á litin og ég vera sterk og sjálfstæð og heil manneskja. Og þar bjó ég ein og í vægast sagt ömurlegu húsnæði (það var ekki einu sinni bað) En engu að síður þá leið mér vel þar.

Kannski er ég þegar öllu er á botnin hvolft miðbæjarrotta. Og miðbærinn hámark þess sem ég hef ávallt talið vera úthverfi??

En það er sossem alltílæ að bæta því við að ég fíla Laugaveginn alls ekki til þess að röllta hann og kíkja í búðir og eikkva þannig kjaftæði-ég bara nenni þvi ekki. Og ég labba ekki Laugaveginn á 17.júni, menningarnótt eða þorláksmessu.
Af því ég ehf búið þar veit ég að Laugavegurinn er yndislegastur rétt fyrir átta að morgni til-helst að hausti. Þá er svo gott að koma við hjá Sandholt og fá sér rúnnstykki með rækjuosti. En það er nú svo langt síðan að ég bjó þar að kaffi í "túgó" málum var ekki uppfundið á Íslandi. En það væri örugglega drykkurinn sem rynni best niður með bakkelsinu frá Sandholt.

Humm-maður ætti kannski að vakna snemma einhvern morguninn og fara í Sandholtsbakarí áður en vindósjopperarnir eru komnir á fætur og fá sér kaffi og njóta Laugavegarinns einn og í næði????

mánudagur, mars 03, 2003

Úhú! Ég er komin hérna með fyrstu séríuna af Buffy á dvd!! Húrra fyrir pylsugerðarmanninum. Ehh-það var annað leikrit-húrra fyrir Reyni Erni. Smjúts-koss á þig fyrir þetta!!
Mikið er veðrið yndislegt-ég held bara að það sé að koma vor (je ræt-drím on) Hey-má maður ekki einu sinni vona-lifa og vona-og vera svonakona....

Annars er ég ekki farin að baka bollurnar sem stendur til að veita liðinu hér á þessum bæ í dag-á þessum fagra bolludegi-þannig að það er víst best að fara gera það-og reyna að losna við þennan tíkarpirring sem er að drepa mig og allt í kringum mig. :Þ


Urr-síðan kemur þetta ekki einu sinni rétt inn.......
humm-ég verð nú að játa að þetta kemur mér á óvart... Ég hef alltaf lifað í þeirri trú að ég sé góð stelpa-en núna eru niðurstöðurnar komnar og ég er vel yfir meðallagi tíkarleg. Sem er gott-eða er þagi???

src="http://test3.thespark.com/ba/bitch58.gif"
border="0">

sunnudagur, mars 02, 2003

Jæja-núna er þessi guðsvolaði sunnudagur loks að verða að vonandimunbetrimánudegi!! Pirrelsið er búið að vera aðeins til staðar hérna á þessu heimili svona seinni part dags. Í gar var nebbla árshátíð. Og núna hef ég sem sagt ákveðið að kalla elskulegan *hóst* eiginmann minn ekki lengur betri helminginn. Enda er hann ekkert betri en ég-eiginlega bara miklu verri. Allavega drykkjumaður. Þannig að héðanífrá og hérmeð er hann verri helmingurinn-nú eða bara helmingurinn! Humm-hvað finnst ykkur um það?
Annars var ég að bæta inn link á myndaalbúm svonakonu. "stal" slóðinni hjá hinni tunglsjúku vinkonu minni Siggudís nornadís. Þetta eru enn sem komið er bara myndir af mér og mínum börnum-og ein og ein af helmingnum.

Eníveis. Þá var skemmtunin í gær alveg hreint ljómandi í flesta staði (aðallega hin drukkni sessunautur minn sem varð pirrandi þegar leið á). Þemað var 80´s og var alveg að virka. Herbert Guðmundsson kom, sá og sigraði svo ekki sé meira sagt...já já-er það ekki bara málið-sko að segja ekki meira-í bili allavega.

Góða nótt!