Röfl sjálfhverfrar húsmóður í úthverfi

er rassinn á mér stór í þessu?

föstudagur, febrúar 28, 2003

Hvað er það með tónlistarmyndbönd um þessar mundir??? Þurfa þau öll að vera eins og klámmyndir? er ekki einn einasti metnaðarfullur lýrískur leikstjóri þarna úti?

Bara pæling sko-þetta fer nebbla rosalega í taugarnar á mér! Eins og það var nú gaman að Skonrok hér í denn!
Ég var að finna ansi skemmtilegar bloggnornir Held að ég eigi nú eftir að líta til með þeim öðru hvoru. En ég verð nú að játa að ég hef áhyggjur af drykkju þeirra. Skyldu þær hafa heyrt um SÁÁ. En kannski eru þær eins og "fun Bob" sem Monika var einu sinni að deita. Hann var ekkert fun þegar hann hætti að drekka.

En svona án gríns þá eru þetta skemmtilegar stelpur!
Eikva er nú veðurgellan mín að ruglast! Hérna fyrir utan hjá mér er skítaveður!!!! Rok og rigning :(
Ekki það að mér er nokk sama enda heima með lasin unga :( Við munum bara reyna að hafa það notalegt innandyra og því má veðrið alveg berja á rúðurnar og öskra á okkur-við ætlum ekkert út!

fimmtudagur, febrúar 27, 2003

Political Compass

Mæli alveg eindregið með pólitíska kompásnum. Ég tók þetta próf snemma í sumar, niðurstöðurnar mínar hafa örlítið breyst. Ætli breytingar í pólitísku landslagi hér á landi hafi það mikil áhrif á skoðanir konu að þær bara breytist??? Ég hef nú ávallt litið á mig sem hugsandi konu en ekki sauð sem eltir ákveðin foringja eða jarmar eins og hinar rollurnar. En kannski ég verði að fara í einhverja naflaskoðun. Nú eða að þessar breyttu áherslur í minni prívat pólitík séu bara eðlilegar. Enda voru þetta ekkert miklar breytingar-en nægar til að ég fari að velta vöngum. Sem er gott!

miðvikudagur, febrúar 26, 2003

Jamm-ég held bara að ég kjósi H-listann.
Er bara voða mikið ánægð með hann :-)
Það eru kosningar núna í H-skólanum. Ég er nú ekki enn búin að kjósa-sé til á morgun. En það sem mér finnst spennandi er að það er komið inn nýtt afl í stúdentapolitíkina (leiðinleg tík það) sem að er ekki að elltast við að vera "eins" og einhver öfl í landsmálunum. Enda hefur mér alltaf fundist það frekar skrítið. Röskva á að heita til vinstri og Vaka til hægri. En ég fæ nú samt ekki betur séð að það sé ákaflega lítill munur á þessum fylkingum.Og þær eiga voða takmarkað sameiginlegt með landspólitíkinni. Já og eins og ég var að segja þá er lítill munur á Vöku og Röskvu. Enda vilja allir stúndentar eisiklí það sama. Þ.e betri menntun, betri kjör á námslánum, fleirri stúdentagarða osfv.
Annars hefur mér alltaf þótt nafnið á Vöku skemmtilegra. Vaka-félag lýðræðissinnaðra stúdenta. Jamm. Og síðan er ég líka voða ánægð með það sem hefur náð fram að ganga á síðastliðin vetur, það var löngu tímabært að tekjutenging maka væri afnumin.
En það þýðir ekki að Röskva hafi aldrei gert neitt gott. Enda var stórvinur minn hann Gummi í Röskvu.
Eníveis-ætli ég verið ekki að fara að lesa loforðin og sjá hvað ég kýs a morgun!

þriðjudagur, febrúar 25, 2003

Hummm-þetta var fremur skammgóður vermir-og allt komið í steik að nýju! But I am not a giver upper!!!!

I´ll be back!


Stronger than ever..............



Bbbbbbbbbblogger u ain´t seen nothing yet

sunnudagur, febrúar 23, 2003

Nojnojnoj-það er sko til íslensk Buffysíða!!!! Það verður nú að fara á vænginn hjá mér!