Það eru kosningar núna í H-skólanum. Ég er nú ekki enn búin að kjósa-sé til á morgun. En það sem mér finnst spennandi er að það er komið inn nýtt afl í stúdentapolitíkina (leiðinleg tík það) sem að er ekki að elltast við að vera "eins" og einhver öfl í landsmálunum. Enda hefur mér alltaf fundist það frekar skrítið.
Röskva á að heita til vinstri og
Vaka til hægri. En ég fæ nú samt ekki betur séð að það sé ákaflega lítill munur á þessum fylkingum.Og þær eiga voða takmarkað sameiginlegt með landspólitíkinni. Já og eins og ég var að segja þá er lítill munur á Vöku og Röskvu. Enda vilja allir stúndentar eisiklí það sama. Þ.e betri menntun, betri kjör á námslánum, fleirri stúdentagarða osfv.
Annars hefur mér alltaf þótt nafnið á Vöku skemmtilegra. Vaka-félag lýðræðissinnaðra stúdenta. Jamm. Og síðan er ég líka voða ánægð með það sem hefur náð fram að ganga á síðastliðin vetur, það var löngu tímabært að tekjutenging maka væri afnumin.
En það þýðir ekki að Röskva hafi aldrei gert neitt gott. Enda var stórvinur minn hann Gummi í Röskvu.
Eníveis-ætli ég verið ekki að fara að lesa loforðin og sjá hvað ég kýs a morgun!