Röfl sjálfhverfrar húsmóður í úthverfi

er rassinn á mér stór í þessu?

mánudagur, febrúar 20, 2006

til hamingju ísland

þúst, það er ógisslega töff að vera pólitískt rétthugsandi og taka þátt í gagnrýni á viðtekin gildi, skiluru. það er það sem ágústa eva er að gera í gegnum trúðinn silvíu nótt. hún er ógisslega fyndin en jafnframt svo átakanlega sorgleg eins og trúðar eru. og fíflin. fíflin voru til þess að halda valdhöfum á tánum, þeir komust upp með að gera grín að þeim. og silvía er fífl og trúður, sem er svo átakanlegur og sorglegur, jafnvel sorgmæddur og hún er fyndin.

nýjasta útspil silvíu var líka magnað. kona sem reynir að samræma gáfur og hæfileika annars vegar og hlutverk og útlit klámdrottningar hins vegar er með á höndum óleysanlegt verkefni. því annað krefst sjálfstæðis en hitt algjörrar undirgefni. og eftir kastljósið í gær varð ljóst að silvía nótt er beitt ofbeldi af kærastanum sínum. þannig að þó að hún leiki hlutverk þeirrar sem er hugrökk og töff þá einbeitir hún sér of mikið af hinu materíalíska og því að þóknast augnarráði karlmannsins. og það leiðir af sér niðurbrot og jafnvel kynbundið ofbeldi. núna sé ég svo kristalstæt hver tilgangurinn með trúðsleiknum var. hann var alltaf ádeila, en núna finnst mér eins og ég sjái af hverju.

það sem hins vegar veldur angri hugans núna er að það er nokkuð ljóst að 70.000 íslendingum finnst ekki töff að vera pólítískt rétthugsandi og deila á.
hvað halda þeir að silvía nótt sé? skilja þeir ádeiluna sem fellst í þeim óásættnalegu karakter einkennum sem trúðurinn reynir að færa fram? skilja þeir ádeiluna á evrópskar söngvakeppnir, fegurðarsamkeppnir og klámvæðinguna? hvað voru þeir að hugsa?

en kannski vita þeir bara alveg um hvað málið snýst. og þá er sko ógisslega töff að vera á íslendingur, skiluru!

2 Comments:

  • At 10:10 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Dásamlegt röfl og dásamlega Sjálhverf húsmóðir..
    Bjöggi kallinn á nú alltaf eftir að fá sitt tækifæri til að sigra heiminn.

     
  • At 3:36 e.h., Blogger Brynja said…

    vá stundum rambar maður aftur inn. var eiginlega búin að afskrifa húsmóðurina... en til hamingju.. góð upprisa. ég styð silvíu af því hún er það sem ég vil segja við þessa keppni. - finnst svo dásamlegt að íslendingar eru farnir að aðeins slaka á gagnvart þessari keppni. kannski við verðum fyrir rest suðræn og seiðandi með létta lundu allt árið um kring... í það minnsta eru jöklar að bráðna, hitastig að hækka og við að verða kærulausari..

     

Skrifa ummæli

<< Home