Röfl sjálfhverfrar húsmóður í úthverfi

er rassinn á mér stór í þessu?

mánudagur, febrúar 27, 2006

æ-þúst, kona heldur bara að hún sé að verða fullorðin eða eikkva. eða kannski bara komin með nóg af þessari sjálfs-fróun. enga fróun þar að fá lengur. þarf bara að fara í harðara stuff. skrifa fyrir einhvern annan en bloggerinn. eða hún hefur ekkert að segja.

og þó, þessi kona hefur svo mikið að segja, andinn situr um hana, allan daginn alla daga alltaf hreint. hún bara hefur ekki tíma til skrifa eða spá eða neitt. en þessi andi hefur hamlað andlegum þroska margt lengi. þarf að losna við hann svo hún geti orðið í alvöru fullorðin.

mánudagur, febrúar 20, 2006

til hamingju ísland

þúst, það er ógisslega töff að vera pólitískt rétthugsandi og taka þátt í gagnrýni á viðtekin gildi, skiluru. það er það sem ágústa eva er að gera í gegnum trúðinn silvíu nótt. hún er ógisslega fyndin en jafnframt svo átakanlega sorgleg eins og trúðar eru. og fíflin. fíflin voru til þess að halda valdhöfum á tánum, þeir komust upp með að gera grín að þeim. og silvía er fífl og trúður, sem er svo átakanlegur og sorglegur, jafnvel sorgmæddur og hún er fyndin.

nýjasta útspil silvíu var líka magnað. kona sem reynir að samræma gáfur og hæfileika annars vegar og hlutverk og útlit klámdrottningar hins vegar er með á höndum óleysanlegt verkefni. því annað krefst sjálfstæðis en hitt algjörrar undirgefni. og eftir kastljósið í gær varð ljóst að silvía nótt er beitt ofbeldi af kærastanum sínum. þannig að þó að hún leiki hlutverk þeirrar sem er hugrökk og töff þá einbeitir hún sér of mikið af hinu materíalíska og því að þóknast augnarráði karlmannsins. og það leiðir af sér niðurbrot og jafnvel kynbundið ofbeldi. núna sé ég svo kristalstæt hver tilgangurinn með trúðsleiknum var. hann var alltaf ádeila, en núna finnst mér eins og ég sjái af hverju.

það sem hins vegar veldur angri hugans núna er að það er nokkuð ljóst að 70.000 íslendingum finnst ekki töff að vera pólítískt rétthugsandi og deila á.
hvað halda þeir að silvía nótt sé? skilja þeir ádeiluna sem fellst í þeim óásættnalegu karakter einkennum sem trúðurinn reynir að færa fram? skilja þeir ádeiluna á evrópskar söngvakeppnir, fegurðarsamkeppnir og klámvæðinguna? hvað voru þeir að hugsa?

en kannski vita þeir bara alveg um hvað málið snýst. og þá er sko ógisslega töff að vera á íslendingur, skiluru!

miðvikudagur, febrúar 15, 2006

konuna dreymir. hana langar of oft til að vera með sítt, sítt og afar ljóst hár. þá væri lífið ekki svo flókið, þá væri nóg að bera hárnæringu í síða,síða ljósa hárið. greiða það síðan þar til að það ljómaði nægileg til að lýsa upp herbergi. þá væri hugurinn bjartur og engvir flókar.
en síðan man konan, sem er með afar stutt, afar flókið og afar rautt hár að einu sinni var hárið sítt, sítt og ljóst. og lífið var svo sem jafn flókið.
og þegar það hvarflar að konunni þá veltir hún því fyrir sér hvort að hamingjan sé kannski ekki falin í hársídd eða hárlit?

nahhh-það samt eiginlega ótrúlegt. auðvitað fellst hamingjan í hársídd. auðvitað,auðvitað, vitlausa kona. þú átt ekki að hugsa, bara safna hári.

mánudagur, janúar 23, 2006

jæjajæja

þegar nýja líf konunnar hófst á haustdögum þá bara einhvernvegin fór svo að bloggið sat á hakanum. en núna er hún að reyna að vekja bloggerinn innra með sér. og aldrei að vita nema hann ríði fram á ritvöllinn og láti til sín taka.

sjáum til, sjáum til

mánudagur, september 05, 2005

isss-í öllum mínum geldu ritgerðarskrifum hef ég bara alveg gleymt að skemmta mér. mundi bara ekki hvað Baggalútur er ógisslega fyndin fyrr en rétt áðan.
hey-ég gleymdi. ef hingað inn rambar ofurprófarkalesari þá vantar mig einn slíkan. (huhh-ef að hér er prófarkalesari þá hefur hann áttað sig á því)! sem sagt-þarf að láta lesa mastersritgerðina mína. er ekki tilbúin að greiða hönd og fót, né heldur frumburðinn. hins vegar er hægt að semja um annars konar greiðslu. vil helst fá einhvern vægðarlausan og grimman sem gerir lítið úr mér og mínum kostum. bara svona svo að fríki ekki út yfir því að vera búin með ritgerðarómyndina.

já-og talandi um greiðslu. fór í klippngu um daginn og bað um móhíkanakamb. er ekki alveg nógu ánægð með hann. held að kippikonan sé með einhverja forsjárhyggju og finnist að margra barna móðir á fertugsaldri eigi ekki að vera með kamb. en á mínu heimili er til skeggsnyrtir. aldrei að vita nema þessi kona mundi hann bara-og geri svo gat í nefið á sér um leið. pönkarinn í hjarta mínu vill út!
jæjajæja. núna sér fyrir endann. allt er gott sem endar. og þá bíður konu sennilega teningur (e.cubicle) einhverstaðar með lélegri tölvu, verra kaffi og nánast engum launum. er ekki lífið dásamlegt? en jámm-best að láta þetta enda fyrst. og fara svo til frakklands, drekka mikið rautt og hvítt, borða snigla, heiðlóur og önnur smádýr. og leita svo að tening. májmm. alltso. þannig verður það.

þriðjudagur, júlí 12, 2005

æji-stundum blæðir litla hjartasárið meira en vænta má. þá er bara allt í blóði. sætu blóði. hreinu blóði. beint úr litla hjartanu mínu. sem er svo ósköp lítið og stundum svo ósköp hrætt. og hrært. æjiæji. langar ekki að vera með þetta litla hjarta. í þessu skinni. blóðið bara rennur. allt í blóði. sætu blóði. hreinu blóðu. og ég kann ekkert að stöðva þennan dettifoss. og ekki að virkja hann heldur.

mánudagur, júlí 04, 2005

pisserí

mig dreymdi svo skrítinn draum. og ógeðslega pirrandi. ég var að hitta mjög intresant fólk og mikið af því. bæði fólk sem ég þekki og eins fólk sem ég dáist að úr fjarska. allt saman einstaklingar sem mig langar að eyða tíma með. en ég þurfti alltaf að vera pissa. um leið og ég var búin að pissa og ætlaði að fara að spjalla við eitthvað af öllu þessu skemmtilega fólki þurfti ég aftur að pissa. svo mikið að það gat bara alls ekki beðið. og ekkert smá oft. var bara að pissa stöðugt eða leita að klósetti og vona að skemmtilega fólkið væri ekki farið þegar ég væri búin að pissa. og þannig hélt það áfram. um leið og ég var búin að pissa þurfti ég að fara að leita að klósetti til að pissa aftur.

síðan vaknaði ég-alveg í spreng.