Röfl sjálfhverfrar húsmóður í úthverfi

er rassinn á mér stór í þessu?

föstudagur, apríl 22, 2005

maðurinn segir að líf sitt sé yfirfullt af drama og spennu. að það eina sem skorti í hans líf sé grín. hann leitar glensið og gríni uppi og nýtur. snýr svo aftur í dramað og spennuna sem einkennir hversdagslífið.
en konan veit betur. þetta er allt bara grín. einn stór brandari. bíðið bara.

í lokin er punslæn.

fimmtudagur, apríl 21, 2005

couse i´m stone in love with you

og kannski geturðu sagt að ég sé bara að eyða lífinu í dagdrauma. og sennilega er það satt. en ég hef eitt mér til málbóta. it´s a crasy world. i can feel the music running through me. just go with the magic, baby.

ekki hætta að hreyfa þig. finndu það. finndu þína leið. hún er þarna. og þar finnur þú allt sem þú hefur leitað að. himnaríki í fordyri vítis. án gríns. just go with the macic. it will make you come alive. take you to places

ahhhhh

miðvikudagur, apríl 20, 2005

og í litla húsinu á hinum bakkanum var soðið kjöt. mikið kjöt. holduga konan í upphlutnum sauð kjöt fyrir mennina í lífi sínu. bæði þann litla og þennan sem hún var gift. kjöt og hold og meira hold. eitthvað svo fallegt við það. bara handfylli af mjúku holdi og munnfylli af volgu kjöti. njóta.

þriðjudagur, apríl 19, 2005

ástarþríhyrningur

feita konan í upphlutnum réri yfir vatnið á litla bátnum sínum til þess að ná í smávaxinn elskhuga sinn á hinn bakkann. hann var alltaf í júníformi, enda erlendur hermaður. síðan réu þau til bara á litla trébátnum hvort í sínu júníformi, litli maðurinn og stóra konan. og síðan elskaði feita konan smáa hermanninn það sem eftir var dagsins. hún bar það með sér að hún kynni að njóta lífsins. feit og sælleg. og elskaði mikið.

á meðan var eiginmaðurinn í vinnu einhverstaðar í þorpinu.

húsráð

eftir erfiðan dag, dag þar sem lítil börn fara í skurðaðgerðir, stærri börn eru mikið lasin, miðjubörn eru athyglissvelt, konur höggva af sér fingur, menn eru þreyttir og allt er einhvern vegin öfugsnúið er tilvalið að drekka ríslíng og hlusta á lambakótilettuna. þá minnkar slátturinn í afhöggnu fingrunum og amstur dagsins verður einhvern veginn að engu. og takmarkaðir pikkhæfileikar vegna téðra afhogginna fingra verður einhvernvegin ekkert mikilvægt. og morgundagurinn og þær sorgir sem honum fylgja virðast órafjarri.

sunnudagur, apríl 17, 2005

æji. get ekki. vil ekki. fíl´etta ekki. og hvað þá? held að pollýönnuleikurinn sé bara það ömurlegasta sem konu hefur verið kennt. og það viðbjóðslega vel að það er bara ekki hætt að hætta. en kona vill núna bara hætta.
harðsoðið, linsoðið...hverjum er ekki sama? róðurinn þyngist en árum verður engu að síður beytt. allt annað en að sigla með.