Röfl sjálfhverfrar húsmóður í úthverfi

er rassinn á mér stór í þessu?

fimmtudagur, september 09, 2004

haustið er tíminn sem mér líður best/verst

haustið er fallegast. með sínum háu himnum og brakandi lofti. að ganga trjágöngin á háskólalóðinni, með ólesnar bækur á bakinu, lykt af nýydduðum blýöntum og strokleðri í vitunum nálgast alsælu. trjágöngin breytast í fæðingagöng. svo mjúk og umlykjandi. lofa nýju lífi við hinn endann. alveg sama í hvora áttina kona gengur. með nýju bækurnar sínar.

en svo er það hin hliðin á haustinu. skuggarnir fara á stjá. svartir hundar vilja ellta konu niður fæðingagöngin. og þau hætta að vera heit og mjúk og umlykjandi og yndisleg.

og þá vill kona bara liggja í rúminu sínu.

sökkva neðar og neðar í mjúka dýnuna. hætta að heyra. hætta að sjá. hætta að finna til, hlakka til, vera til.

bara mjúk sængin og haustið langt, langt í burtu.

og bækurnar ólesnar í bakpokanum

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home