Röfl sjálfhverfrar húsmóður í úthverfi

er rassinn á mér stór í þessu?

fimmtudagur, febrúar 17, 2005

svo oft og eiginlega alltaf er einhver annar búin að orða hugsanir konunnar. og tilfinningar. en svona líður mér núna.

Ég er réttur og sléttur ræfill,
já, ræfill sem ekkert kann.
Ég hélt þó hér forðum, að guð og gæfan
myndi gera úr mér afbragðs mann.

En allt lýtur drottins lögum,
í lofti, á jörð og í sjó.
Ég eltist og snýst við minn eigin skugga
og öðlast ei stundar ró.

Sem réttur og sléttur ræfill
ég ráfa um stræti og torg
með hugann fullan af hetjudraumum,
en hjartað lamað af sorg.

Steinn Steinarr

þriðjudagur, febrúar 15, 2005

Svona kona er svonakona

Personality Test Center - fun quiz:

"41 TO 50 POINTS: Others see you as fresh, lively,
charming, amusing, practical, and always interesting;
someone who's constantly in the center of attention,
but sufficiently well-balanced not to let it go to their head. They also see you as kind, considerate, and understanding; someone who'll always cheer them up and help them out."

og þetta er víst notað í alvöru atvinnuviðtölum/starfsmannasamtölum.

þar hafið þið það.

hættulegar bókmenntir

eru leiðinlegar bókmenntir. sem eru eiginlega ekki einu sinni bókmenntir. heldur bara lélegt afþreyingardrasl.

og af hverju eru þær hættulegar kunna menn að spyrja sig.

vegna þess að ekkert fælir konu frá lestri eins og léleg bók. og ég er búin að eyða annsi mörgum vinnustundum í eitthvað helvítis krapp. og langar þá varla að lesa meira. er bara óglatt af öllum óbjóðnum.
og ekki bara það heldur lenti konan í því að sofna með eina svona afspyrnu lélega bók í bólinu. og sorpið var innbundið.

hélt ég fengi glóðarauga.

eeeen verkið var svo lélegt að þrátt fyrir innbindingu tókst því ekki að skilja eftir mark á mér. hvorki líkamlega né andlega.

nídless tú sei þá er ég orðin afhuga innbundu drasli. héðan í frá verða það bara fagurbókmenntir í kiljuformi. í versta falli innbundið í silkimjúka forhúð.

mánudagur, febrúar 14, 2005

BlogThis!

BlogThis! er að reyna að læra á nýjan bráser. allt sem heitir eitthvað zilla hlýtur að vera snild. samt finn ég ekki blog this hnappinn