Röfl sjálfhverfrar húsmóður í úthverfi

er rassinn á mér stór í þessu?

föstudagur, október 22, 2004

best gifta kona í heimi?

það held ég sko. mikið um að vera á mínu heimili í gær. þurfti að sækja dömurnar snemma og vanrækja vinnuna. þurfti síðan að fara í skólann og nema eitthvað þar. heilsan ekki upp á marga fiska.

þegar ég kom heim var hins vegar eiginmaðurinn búin að elda dásamlega máltíð´, leggja fallega á borðið og kæla hvítvínsflösku.

þessi elska.

fimmtudagur, október 21, 2004

jájá. allt að koma. allt að fara. að að fara að koma og allt að fara að gerast.

en ég held að það sé óumdeilanlegt að ég á fallegustu dætur í heimi. og bestu. og duglegustu. þó að litli miðlungurinn sé að fara í talkennslu. þá lærir hún bara að tala betur en allir hinir.

það er allavega ljóst að hún talar meira en allir hinir.

en mikið eru þessar stelpur fallegar og skemmtilegar. er sannfærð um að engin á eins vel heppnuð börn.

og þetta með lúsuga og magra fuglinn er sennilega bara vitleysa.

miðvikudagur, október 20, 2004

í dag er góður dagur

og ber að þakka fyrir það. dagurinn í dag færði færri þjáningar en dagurinn í gær. ber að þakka fyrir það.

og konu ber að þakka fyrir alla fallegu vinina og allar fallegu dæturnar og fallega eiginmanninn og fallega starfsnamið og fallegur tölfræðina og fallegur hjúkkurnar og fallegu trén og fallega veturinn og fallega heimilið og fallegu sturtuna og fallega matinn og fallegu systkinin og fallega lífsgæðakapphlaupið og fallega lífið og fallegu aukakílóin og fallegu dagdraumana og fallega tungumálið og og og og og

þriðjudagur, október 19, 2004

er ókvennlegt að skæla?

eða er það kannki ofurkvennlegt? eða kannski bara aumingjalegt?

langar svo til að skæla. skæla og æla. skæla svo meira.
en einhver verður að vera mamman á þessu heimili þannig að lítið verður úr skæli.

alltaf þreytt, alltaf lítil, alltaf aum, alltaf feit,alltaf með hita, alltaf með beinverki,alltaf með magaverki, alltaf með hjartaverki, alltaf með sálarverki, alltaf með kökkinn í hálsinum, alltaf með hjartað í buxunum

en kona verður að bera sig mannalega

þreytt, svo þreytt...

alveg óendanlega þreytt. langar bara að skríða í hlýja holu og koma aldrei upp aftur. eða allavega ekki fyrr en eftir langan tíma...