Röfl sjálfhverfrar húsmóður í úthverfi

er rassinn á mér stór í þessu?

laugardagur, nóvember 20, 2004

besta vinkona mín...

heldur uppá þrjátíu ára afmælið sitt í kvöld. og ég er bara voða spennt að fara og jamma aðeins með henni og hennar hyski ;)

arnari finnst svo asnalegt að flokka vini sína í einhvrja bestu vini. og ég get svo sem skilið röksemdir hans fyrir því. en ég á nokkrar rooosalega góðar vinkonur sem ég er í miklu sambandi við, kynntist þeim þegar ég gekk með hrafntinnu margréti og ég get ekki hugsað mér lífið án þeirra....og held að þeim líði eins hvað mig varðar. þannig að þær eru næstum því mínar bestu vinkonur. síðan á ég eina æsku vinkonu. við erum ekki í miklu sambandi og stundum í alls engu sambandi. en þegar við tölum saman er eins og eitthvað smelli. okkur þykir einfaldlega mikið vænt hverri um aðra þó að við séum ekki duglegar að rækta það.

síðan er það sollan mín. ef ég væri lessa væri hún konan mín. en þar sem ég get ekki hugsað mér að stunda kynlíf með einhverjum sem ekki er með tippi (og kom tú þink of it....sé bara einfaldlega ekki fyrir mér að ég geti nokkrun tíma stundað kynlíf með öðrum en mínum ektamaka-nema kannski Jon bonJovi, Colin Firth, Brad Pitt og jamm-æji okey-fullt af köllum sem ég myndi hoppa uppí til án þess að hugsa mig tvisvar um :-Þ ) en já-nóg um þennan útúrdúr. en allavega væri solla konan mín ef ég (og hún) værum lessur. við erum bara sálufélagar. og vinátta okkar nær bæði hæstu hæðum og dýpstu dölum. og við erum oft ósammála en oftar sammála. við erum ósköp ólíkar, en þó svo líkar.

og ég sem sagt ætla í kúrekapartý til hennar á eftir og síðan á ball með brimkló (sem er uppáhaldsbandið hennar-en ekki mitt-en af því ég elska hana ætla ég að dansa við bó henni til heiðurs.)

miðvikudagur, nóvember 17, 2004

svei mér þá

ég er farin að hafa það á tilfinningunni að netkviss séu bara alvitur. eða stundum held ég það allavega. eins og núna. auðvitað er ég karakter upp á níu af tí mögulegum. en ekki hvað?

Whats does your personality rate from 1-10? by morning_prayer
Your first full name
Your personality rates anine
your best quality isyou dont follow the crowd
your worst quality isyou get depressed sometimes
this is becauseyou were always this way
Quiz created with MemeGen!

er ég hætt

bara alveg hætt að geta huxað upp lygasögur? engvar skröksögur sem ásækja mig og biðja um að vera skráðar í mitt horn sýndaveruleikans?
komiði litlu lygasögur. ég skal vera góð. fara mjúkum höndum, láta ykkur heyrast vel þvegnar.
leiðist að hafa engar sögur a segja. langar að segja svo margt.

mánudagur, nóvember 15, 2004

jájá-enda sef ég ekki-frekar en new york

Take the quiz: "Which American City Are You?"

New York
You're competative, you like to take it straight to the fight. You gotta have it all or die trying.