Röfl sjálfhverfrar húsmóður í úthverfi

er rassinn á mér stór í þessu?

miðvikudagur, maí 25, 2005

held að andi minn sé í sögulegu lágmarki núna. og þá á ég ekki við andlegu hliðina heldur einfadlega andann. hann er víðs fjarri. mér dettur ekkert i hug. hvorki til gagns né gamans. og það er hreint ekki gæfulegt þegar verið er að skrifa mastersritgerð. hreint ekki,hreint ekki. hef meira að segja staðið sjálfa mig að því að skoða hjólhýsagarðinn barnaland.is í dag. verður það verra? við skulum vona ekki. ætla að skrifa þetta andleysi að berrassa niðurlæginguna í gær. jájá-er það ekki?


andskotinn-ég er að fokking deyja hérna. sjittsjittsjitt. hvað á kona að gera þegar svona stendur á?! öll ráð vel þegin. sem og hvítvín.
OMG-ég er búin að uppgvöta áttundu dauðasyndina! ben og jerry´s ís með jarðaberja-ostaköku-bragði.

nú mun ég fyrir víst brenna í víti.
stundum er staða himintunglanna þannig að ekki er annað hægt en að þrá að komast upp til skýja. tungin öll kalla. og það er kallað á móti: tunglið,tunglið taktu mig. og þá kviknar nýtt líf. lífið skýjum ofar. í sjöunda himni. á níunda skýi. fjúka þar um stund og njóta. kannski bara einn í veröldinni. kannski með ástina sína sér við hlið. kannski,kannski. jájá-taktu mig bara. gerðu mig nýja. gerðu mig hlýja. skýum ofar.

þriðjudagur, maí 24, 2005

dramb er falli næst

skvísukonan brá sér af bæ í dag. það væri svo sem ekki í frásögur færandi. þegar leið á daginn fór kofahiti að segja til sín hérna á fjórðu hæðinni. og konan sat við eldhúsgluggann sinn og horfði á sólina. það getur sennilega enginn láð henni að geta ekki einbeitt sér enn einn daginn við slíkar aðstæður.

þannig að konan brá á það ráð að klæða sig í svona temmilega skvísuleg föt, setja á sig gloss og gel í hárið. fór í nýjar buxur og allt. og gallajakkann sem er síðan að konan var mjó og er aðeins þröngur en mikið skvísulegur.

stefnan var tekin á miðbæinn. en það var svo kalt að konan endaði í kringlunni. allt lagi með það. þar eru skóbúðir. alltaf gaman að skoða flotta skó. þar er líka góð bókabúð. og hvað þarf kona meira en það? góða skóbúð og góða bókabúð? henni er spurn?

þar er líka fullt af fólki og bara ágæt að ráfa aðeins um og skoða fallegu bækurnar og láta sig dreyma um fallega skó.

þegar því var lokið fór konan í ríkið að kaupa bjór-alltaf nauðsynlegt að eiga smá bjór. þaðan lá leiðin í bónus.

þessi kona var bara nokkuð ánægð með sig. fannst hún vera pæja-sem gerist ekkert oft-venjulega finnst þessari konu hún heita Ljótunn Feitdís. en ekki í dag. og svei mér þá ef að samborgararnir brostu ekki elskulega og horfðu aðeins meira á konuna en venjulega. sem bara ýttu undir pæjustælana. jáhá-þessi kona var í ljósum logum og vakti athygli fyrir huggulegheit og sjarma. frábært mojó alveg.

þegar öllu þessu bæjar rölti og erindum reknum lá leiðinn í leikskólann að sækja dæturnar. ennþá var konan reglega ánægð með sig. alveg að meika það sem pæja.

hins vega breyttu eftirfarandi samræður einvherju:

lítill drengur: af hverju ertu með gat á rassinum?
pæjukonan: ha?
lítill drengur: af hverju ertu með gat á rassinum?
(pæjukonan hugsar málið: er hann að spá í rassgat? eða hvað? ég bara skil ekki barnið???)
pæjukonan: hvað ertu að tala um? ég skil þig ekki?
litli drengurinn: þú ert með risagat á rassinum-af hverju?
pæjukonan: er það? (þarna er pæjið aðeins að minnka!)
litli drengurinn: já-alveg risastórt!!
niðurlægðakonan rennir hægri höndinni aftur fyrir sig og uppkvötar sér til mikillar skelfingar að hún er berrössuð!!!

OMG-OMG-OMG!! hvað er ég búin að vera lengi berrössuð-hugsar niðurlægðakonan!! og sennilega mun hún aldrei komast að því.

gatið náðu frá vaginu upp að mitti að aftan-og það var ekki einu sinni um að ræða saumsprettu-bara GAT!

(og bara til að hafa að á hreinu þá veit ég vel að ég á það til að ýkja-en í þessu tilfelli er ekki um neinar ýkjur að ræða. rassinn á mér var BER!! veit ekki hvort ég muni nokkurn tíma jafna mig á þessari niðurlæginu. en svona stígvél(í hvítu) munu sennilega koma mér til einhvers konar bata. legg ekki meira á þig.)

mánudagur, maí 23, 2005


einmitt Posted by Hello

svo fallegt-eftir meistara megas

Það var eitt sinn út í garði
að unnustan mín og ég.
Við sátum í sól og blíðu
og það var sumar við Framnesveg

Og hún var svo ung og yndisleg
ástin mín kær.
Ég elskaði hana svo ofboðslega
að ég var gráti nær.

Ég sagði: "Ég þarf að sækja
mér sólaráburðinn minn."
Og á leiðinni upp á loftið
var' mér litið í spegilinn.

Ég fann augu Kains hvíla á mér
köld og döpur og myrk.
Ég kallaði: "Ástin komdu
veitum hvort öðru frið og styrk."

Ég sagði við hana, "vinan mín,
viltu ekki kom með mér
eitthvað út að ganga
þar sem engin til okkar sér

Við skulum leita að leiðinni
sem liggur á heimsenda.
Því heimsins ásýnd hún er ill
og heimsins náttúra."

Við héldum af stað eftir Hringbraut
það var hlýtt og glampandi sól.
Og allir búnir sínu besta skarti
í borginni sem mig ól.

Liljuhvít var höndin hennar
sem hélt ég svo þétt um.
Og útúr borginni flýttum við för
og framhjá Árbænum.

Rétt fyrir utan Reykjavík
við Rauðhóla gerðum við töf,
og hún renndi þar sjónum sínum,
hún sá þar var nýtekin gröf.

Hún fleygði sér í fang mér
ég fann hún skalf eins og strá.
"Ég óttast" sagði hún "ástin mín,
ég óttast það sem ég sá."

Hún fleygði sér felmtri slegin
í fang mitt og sagði milt.
"Ég hræðist svo að þú hafir
í hyggju að gera mér illt."

"Þú átt kollgátuna" kvað ég við,
"nú er komin þín hinsta stund,
í gröfina tarna sem gróf ég í nótt
verður gott að fá sér blund."

"Skelfdu mig ekki ástin mín
ég er of ung til að deyja strax."
Og hún sagði: "ó ekki myrða mig."
á meðan ég leitaði lags.

Ég hélt henni fastri og hnífinn ég rak
í hjartað beinustu leið
og meðan blóðið rann ofan í Rauðhóla
stóð ég raunamæddur og beið.

Ég horfði á hjartað mitt deyja
og ég hugsaði svo með mér:
"Á ég ekki að gæta minnar eigin systur,
er ekki það sem mér ber?"

Þú ert heilladísin hamingjan mín
happið sem féll mér í skaut.
Og ég lagði hana í gröfina, gerði krossmark
og gekk svo hryggur á braut.


og kain horfir á ástina og eitthvað hræðilegt gerist. og fallusinn er líka hnífur og hann drepur. en samt svo fallegt svo ósköp fallegt.