hvar er
músan mín? á bara engar skröksögur í dag. engin falleg mynd. engin ljót heldur. en mikið langar mig að skrifa eitthvað. það er eitthvað í brjóstinu litla sem langar út en ratar ekki upp í haus. og enn síður niður í fingur. þannig að ég bara spring. ritstíflan er einmitt þar. í einhverjum taugaendum á milli brjósts og heila. ætli það sé hættulegt? að vera með stíflu þar. fá heilablóðfall þegar hún losnar. eða hjartaáfall ef hún losnar ekki. og ef hún losnar aldrei verður kannski kona þá bara með geðbólgur í brjóstinu það sem eftir er?
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home