Röfl sjálfhverfrar húsmóður í úthverfi

er rassinn á mér stór í þessu?

föstudagur, maí 06, 2005

bara djók sko

stundum er konan bara skemmtilegri henni er hollt. án gríns. hún er svo mikill grínari og á bara erfitt með að sleppa kaldhæðninni að það er orðið vandræðalegt.

þannig er mál með vexti að konan var í atvinnuviðtali. allt í góðu með það. huggulegt og kurteist fólk útí bæ sem tók við hana þetta viðtal.

en lengi hefur konan að vera vellta fyrir sér hvaða kona hún eigi að vera í þessu viðtali. ætti hún að vera skarpa og svala bissness típan. eða skalausa og undirgefna ritaratýpan. eða sæta og duglega stelpan.

en konan komst að því að best væri að vera bara hún sjálf. sem hún svo gerði. kannski eru starfsmannastjórar hjá stórum fyrirtækjum ekki að fíla svona harðsoðnar kaldhæðnistýpur. en það er of sein núna. en hey-þau allavega hlógu sig máttlaus af snappý einslínu djókunum.

fyrst var konan spurð að hverjir hennar helstu kostir væru. konan sagði að það væri hversu ógeðslega fyndin ég væri. þá glottu þau út í annað. hún sagði að það væri almenn drykkja og lestur-engin fegurðardrottninga áhugamál hérna. bara innipúki sem les frá sér allt vit og drekkur frá sér alla rænu reglulega. síðan var hún beðin um að lýsa því hvað fólst í síðasta starfi mínu. konan sagði að það hefði snúist um að sparka í fólk um leið og hún klappaði því á bakið. þá hlógu þau svolítið. (skildu sko alveg þennan). síðan var konan beðin um að lýsa áhugamálum sínum. og viðtalið hélt áfram og konan svaraði alltaf í fullri einlægni-og þau hlógu bara að henni.

og í lokin var svo konan spurð að því hvort að hún vildi koma með einhverja ræðu sem myndi selja hana þessu kompaníi. en konan afþakkaði. en bauðst til að syngja og dansa.

konan reiknar ekki með að fá þessa vinnu.

*mental note to self: ekki vera þú sjálf í atvinnuviðtölum*

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home