Röfl sjálfhverfrar húsmóður í úthverfi

er rassinn á mér stór í þessu?

þriðjudagur, apríl 19, 2005

ástarþríhyrningur

feita konan í upphlutnum réri yfir vatnið á litla bátnum sínum til þess að ná í smávaxinn elskhuga sinn á hinn bakkann. hann var alltaf í júníformi, enda erlendur hermaður. síðan réu þau til bara á litla trébátnum hvort í sínu júníformi, litli maðurinn og stóra konan. og síðan elskaði feita konan smáa hermanninn það sem eftir var dagsins. hún bar það með sér að hún kynni að njóta lífsins. feit og sælleg. og elskaði mikið.

á meðan var eiginmaðurinn í vinnu einhverstaðar í þorpinu.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home