Röfl sjálfhverfrar húsmóður í úthverfi

er rassinn á mér stór í þessu?

þriðjudagur, nóvember 02, 2004

ó mæ god

það var verið að kvarta undan okkur. OKKUR! fyrirmyndarfjölskyldunni sjálfri. við erum ekki svona fólk sem kvartað er undan. óneiónei. enda frábært fólk og fyrirmynd annara í góðum siðum, almennum dygðum og góðmennsku. nema hvað. eiginmaðurinn tók að sér að þrífa sameignina í gær. og gerði það bara alveg sæmilega. en í dag þá kom nágranakona okkar að tali við hann og sagðist ekki getað tekið við sameigninni svona skítugri! dísús kræst. eðlilega varð minn maður ekki sáttur og sagði að hann vildi einfaldlega að einhver annar mæti það-ekki hún. (því okkar á milli þá teljum við hjónin að hún hafi ekki alveg öll spilin á hendi blessunin). Nema hvað það er allt að fara í bál og brand hérna í húsinu vegna þessa. óformlegir húsfundir eru haldnir á hverjum stigapalli og mikið pískrað. ég þurfti að bregða mér af bæ áðan og if looks could kill....mæ-ó-mæ. en minn maður vill ekki gefa sig-og að sjálfsögðu stend ég með honum, enda ryksugaði hann vel og skúraði ágætlega hjartans kallinn.

en ég sé það að það er betra að vera í árásarham en óviðbúin næst þegar ég þarf út.

mánudagur, nóvember 01, 2004

smá misskilningur í gangi

sko. ég á afmæli í dag. svo sem ekkert merkilegt við það. nema það er voða notalegt að eiga afmæli. fá mjúkann koss og smá knús að morgni afmælisdagsins og hamingjuóskir með að hafa lifað þetta af og allt það.

nema hvað, þegar komið var fram yfir hádegi í dag þá var mig farið að lengja eftir hamingjuóskum frá eiginmanninum. þannig að ég minnti hann á hvaða dagur væri.

þarna er hann þá, blessaður maðurinn, með þá flugu í höfðinu að ég eigi afmæli í ágúst eða eikkva. hélt sem sagt að ég væri ljón en ekki sporðdreki. þannig að sennilega er þetta hjónaband byggt á misskilningi.

sunnudagur, október 31, 2004

allraheilagramessa nálgast

og þá fæddist ég. fyrir nokkrum árum. það skýrir sennilega smekk minn fyrir blóði og dauða. og ælu og morðum. og leyndardómsfullum voðaverkum. og almennri grótesku. þessa nótt, aðfararnótt allraheilagramessu, fyrir nokkrum árum, var móðir mín illa haldin af sótt. og krakkinn vildi ekki koma. hún var víst í nærri þrjá sólarhringa að koma mér frá sér. síðan fæddist ég að lokum. og hef smekk fyrir hrekkjarvöku og því sem henni fylgir. en samt svona líka prúð á yfirborðinu. en undir niðri kraumar þessi ofsi sem einkenndi fæðingu mína.

takk fyrir það elsku mamma mín, að hafa fætt mig af þér. hold af þínu holdi. blóð af þínu blóði.