Röfl sjálfhverfrar húsmóður í úthverfi

er rassinn á mér stór í þessu?

þriðjudagur, nóvember 02, 2004

ó mæ god

það var verið að kvarta undan okkur. OKKUR! fyrirmyndarfjölskyldunni sjálfri. við erum ekki svona fólk sem kvartað er undan. óneiónei. enda frábært fólk og fyrirmynd annara í góðum siðum, almennum dygðum og góðmennsku. nema hvað. eiginmaðurinn tók að sér að þrífa sameignina í gær. og gerði það bara alveg sæmilega. en í dag þá kom nágranakona okkar að tali við hann og sagðist ekki getað tekið við sameigninni svona skítugri! dísús kræst. eðlilega varð minn maður ekki sáttur og sagði að hann vildi einfaldlega að einhver annar mæti það-ekki hún. (því okkar á milli þá teljum við hjónin að hún hafi ekki alveg öll spilin á hendi blessunin). Nema hvað það er allt að fara í bál og brand hérna í húsinu vegna þessa. óformlegir húsfundir eru haldnir á hverjum stigapalli og mikið pískrað. ég þurfti að bregða mér af bæ áðan og if looks could kill....mæ-ó-mæ. en minn maður vill ekki gefa sig-og að sjálfsögðu stend ég með honum, enda ryksugaði hann vel og skúraði ágætlega hjartans kallinn.

en ég sé það að það er betra að vera í árásarham en óviðbúin næst þegar ég þarf út.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home