smá misskilningur í gangi
sko. ég á afmæli í dag. svo sem ekkert merkilegt við það. nema það er voða notalegt að eiga afmæli. fá mjúkann koss og smá knús að morgni afmælisdagsins og hamingjuóskir með að hafa lifað þetta af og allt það.
nema hvað, þegar komið var fram yfir hádegi í dag þá var mig farið að lengja eftir hamingjuóskum frá eiginmanninum. þannig að ég minnti hann á hvaða dagur væri.
þarna er hann þá, blessaður maðurinn, með þá flugu í höfðinu að ég eigi afmæli í ágúst eða eikkva. hélt sem sagt að ég væri ljón en ekki sporðdreki. þannig að sennilega er þetta hjónaband byggt á misskilningi.
nema hvað, þegar komið var fram yfir hádegi í dag þá var mig farið að lengja eftir hamingjuóskum frá eiginmanninum. þannig að ég minnti hann á hvaða dagur væri.
þarna er hann þá, blessaður maðurinn, með þá flugu í höfðinu að ég eigi afmæli í ágúst eða eikkva. hélt sem sagt að ég væri ljón en ekki sporðdreki. þannig að sennilega er þetta hjónaband byggt á misskilningi.
4 Comments:
At 11:33 e.h., Lilja said…
Hahaha, karluglan, hehehe. En til hamingju með afmælið hér líka ;)
At 9:08 f.h., Berglind Rós said…
Hahaha, þetta er nú alveg kostulegur misskilningur. Hélt hann þá að það væri ágúst í fyrra þegar hann stóð og steikti kjötbollur allan daginn ;-)
At 10:21 f.h., Auður said…
Til hamngju með daginn Silla mín. Vonandi bætti kallinn þinn þér þetta upp. Ef hann er líkur mínum kalli þá var hann örugglega ekkert búinn að velta fyrir sér stjörnumerkjunum, efast um að minn muni í fljótu bragði í hvaða stjörnumerki ég er, hehe;)
At 2:05 e.h., kolvetni said…
Lengi lifi sporðdrekinn! Andans ammæliskveðjur frá Þórbergssetri...
bráin
Skrifa ummæli
<< Home