Röfl sjálfhverfrar húsmóður í úthverfi

er rassinn á mér stór í þessu?

föstudagur, október 08, 2004

ja hérna hér...

minn fyrrverandi tilvonandi er ekki einungis með púðurskot í fórum sínum. SE og HÖR

fimmtudagur, október 07, 2004

ég elska hótelherbergi

flestum finnst það vera skrítið. segja að hótelherbergi séu ópersónuleg og hundleiðinleg. en ég elska þau. fyrir því eru nokkrar ástæður.
a) það er eins og ný byrjun að ganga inn á hótelherbergi. hægt að skilja allan far-angur eftir heima. nema náttúrulega hinn eiginlega farangur.
b) þau eru öll nokkurnvegin eins
c) ekkert drasl í fataskápnum. ekki einu sinni einhverjir kjólar sem kona keypti þegar hún var mjó og gera ekkert annað en að pirra konu.
d) ekkert drasl á baðherberginu, en samt allt sem kona þarf á að halda. bara mæta með tannburstan og hitt er á staðnum.
e) míníbarþ
f) ekkert dautt í míníbarnum.
g) stór rúm (heimarúmið mitt er voða lítið)
h) fer út á morgnanna án þess að búa um og draga frá en eins og fyrir töfra er búið að því þegar kona snýr aftur að kveldi.
f) engin heimilsstörf.
g) óvá-ég gæti haldið endalaust áfram en nenni því ekki. you get the picture.

og um helgina ætla ég að halla mér hér.

það verður notalegt.

pornografía...

það er held ég bara eitt, í mínum heimi allavega, sem ég gjörsamlega hata,hata,hata,hata! mér býður svo við klámi að það er ekki einu sinni fyndið. ég hata klám út fyrir það sem sennilega getur talist eðlilegt. mig langar til þess að æla ef ég sé eitthvað klámfengið. ég verð svo reið þegar ég sé eitthvað klámfengið að ég hugsa ekki skýrt. ég ferð svo reið þegar ég sé eitthvað klámfengið að ég sé ekki skýrt. ég verð svo reið þegar ég sé kláfengið efni að mín annars heilbrigða réttlætiskennd brenglast og mig langar bara til að níðast á einhverjum. til dæmis þeim sem finnst klám fyndið, æsandi eða vattever. ég hætti að vera svonakona þegar ég sé klámfengið efni. ég verð bara alltönnnurkona.

djöfull finnst mér að allir klámhundar heimsins ættu bara að detta niður dauðir. líka þeir sem "bara" hafa gaman af því að skoða klám.

miðvikudagur, október 06, 2004

prumpið er ekki prump

heldur magasár. ég er svoleiðis aldeilis yfir mig lifandi bit. segi ekki annað.

þriðjudagur, október 05, 2004

núna er konan ekki kona sem endilega sættir sig við hlutina eins og þeir eru. syndir eilíflega á móti straumnum. sækist eftir bót og betrun og systralagi.

en dísús kræst hvað kverúlantar fara í taugarnar á henni. get a life lúsers.

þannig að ef konan gerist sek um að fara að hljóma, haga sér, líta út eða minna á einhvern hátt á kverúlant þá biður hún um það eitt að vera svift og innlögð.

takk fyrir

mánudagur, október 04, 2004

prump?

sko-núna verður konan bara aðeins að slá af dömuheitunum og tjá sig í fullri hreinskilni. þannig er mál með vexti að belgurinn fagri sem eitt sinn var bústaður heimasætnanna á bænum á það til að þenjast upp úr öllu valdi. og bílíf jú mí, það er ekkert djók. rifbeinin verða aum sökum uppblástur og ágangs. húðin er við það að bresta. verkirnir verða nánast óbærilegir. undanfarinn er ávallt ógleði og hausverkur. næstum óbærilegur hausverkur.

þessi hvimleiði vandi er farin að valda því að konan forðast að neita allrar fæðu svo lengi sem hún kemst upp með. og eins og áður hefur komið fram þá stundar konan nett frístundauppköst sem með einum eða öðrum hætti má tengja þessum loftbelg sem um er rætt.

eins og aðrar sannar lafðir þá prumpar konan lítið sem ekkert. kann það bara ekki. eða kann ekki við það. man ekki hvort kom á undan.

nema hvað, verkfræðingurinn reynir að reka konuna til læknis vegna vandans en það má frúin ekki heyra á minnst-hvað ef þetta er bara prump?

áðan hitti konan svo bestu vinkonuna og ætlaði hún helst bara að láta leggja ósjálfbjarga og uppblásna konuna inn. einnig sá konan þjálfara sinn áðan. sú vildi einnig láta fagmann líta á belginn. en sorrý-hvað ef þetta er bara prump?

en samt sko. er eiginlega farið að vera fötlun að geta ekki borðað, langa að kasta öllu upp sem innbyrgt er bara til að belgurinn gefi sig ekki. og vera almennt bara í gíslingu vegna einhvers prumps. sem er farið að herja á konuna nokkrum sinnum viku.

þess vegna verður konan að brjóta odd af oflæti sínu og hitta lækni eigi síðar en bráðum.

afsakið kæru lesendur þetta illa lyktandi blogg-en ég er bara að springa. get mig hvergi hreyft og ligg ósjalfbjarga undir lappanum með belginn þaninn til hins ýtrasta.

og ég lofaði sjálfri mér að vera ekki neinum feluleik. ekki einu sinni hvað varðar prump.

framtíðin er björt....

þetta sýnir okkur hve rökfastir og málefnalegir íslenskir unglingar eru. en það sem er kannski verst er að þau skilja augljóslega ekki kaldhæðni.

það er sem ég segi-skil ekki alltaf þá sem dæla fyrir mig bensíni eða telja saman bland í poka fyrir ungana mína.

framtíðin er björt. mjög björt.

sunnudagur, október 03, 2004

slátur...

djöfull á ég myndarlegar vinkonur. þær tala um að taka slátur eins og það sé bara norm á tuttugustuogfyrstu öldinni. kræst. og eru bara að segja sísvona að þetta sé nú minna mál eftir að gervivambirnar komu að kona þurfi því ekki lengur að sauma vambirnar og eikkva.

ég kaupi mitt slátur vakúmpakkað af Zláturfjélagi Zuðurlands. og ég á sko enga gervivömb. mín vömb er mjög ekta. og eigandanum til lítils sóma.

leikhús

fjölskyldan stóra fór í leikhús á dag. verkið fjallaði um uplausn í samfélagi einu sem til var komin vegna fordóma og hræðslu. ákveðnir aðilar héldu öllu og öllum í gíslingu með slæmum siðum og ógnarstjórn. minnir svolítið á ísland í dag. en að lokmum fór allt vel. aðalskúrkurinn hjálpaði þeim góðu við að leysa mikilvægt verkefni. varð hetja. spurning hvort að það gerist á íslandi á morgun?

meira ruglið...

konan fékk sér aðeins í stóru tánna á föstudagskvöld. og fór hamförum með myndasímann. frekar halló. ætti sennilega að eyða út öllum þessum myndum. þó það væri ekki nema bara til að halda kúlinu. en konan hefur lofað sjálfri sér að vera heiðarleg og því mun hún ekki eyða út myndum sem undir annarlegum kringumstæðum rata inn á bloggið.

laugardagurinn var erfiður. tvöfallt afmæli hjá tengdaforeldrunum. ótrúlega spræk börn. konan og verkfræðingurinn döpur í meira lagi. aðallega vegna drykkju föstudagsins. gaman að þessu. NOT.