Röfl sjálfhverfrar húsmóður í úthverfi

er rassinn á mér stór í þessu?

fimmtudagur, október 07, 2004

ég elska hótelherbergi

flestum finnst það vera skrítið. segja að hótelherbergi séu ópersónuleg og hundleiðinleg. en ég elska þau. fyrir því eru nokkrar ástæður.
a) það er eins og ný byrjun að ganga inn á hótelherbergi. hægt að skilja allan far-angur eftir heima. nema náttúrulega hinn eiginlega farangur.
b) þau eru öll nokkurnvegin eins
c) ekkert drasl í fataskápnum. ekki einu sinni einhverjir kjólar sem kona keypti þegar hún var mjó og gera ekkert annað en að pirra konu.
d) ekkert drasl á baðherberginu, en samt allt sem kona þarf á að halda. bara mæta með tannburstan og hitt er á staðnum.
e) míníbarþ
f) ekkert dautt í míníbarnum.
g) stór rúm (heimarúmið mitt er voða lítið)
h) fer út á morgnanna án þess að búa um og draga frá en eins og fyrir töfra er búið að því þegar kona snýr aftur að kveldi.
f) engin heimilsstörf.
g) óvá-ég gæti haldið endalaust áfram en nenni því ekki. you get the picture.

og um helgina ætla ég að halla mér hér.

það verður notalegt.

3 Comments:

  • At 2:48 e.h., Blogger Berglind Rós said…

    Oh ég er alveg sammála þér, finnst yndislegt að vera á hóteli :-)

     
  • At 10:33 e.h., Blogger Lilja said…

    Ég er sko alveg sammála þér :D Og maður þarf ekkert að taka til og skúra ;)

     
  • At 12:21 f.h., Blogger Letidýrið said…

    Jibbí! Þetta minnir mig á langþráð frí okkar hjóna sem skellur á eftir rúma viku. Verst að hótelið er óráðið enn.

     

Skrifa ummæli

<< Home