Röfl sjálfhverfrar húsmóður í úthverfi

er rassinn á mér stór í þessu?

þriðjudagur, febrúar 15, 2005

hættulegar bókmenntir

eru leiðinlegar bókmenntir. sem eru eiginlega ekki einu sinni bókmenntir. heldur bara lélegt afþreyingardrasl.

og af hverju eru þær hættulegar kunna menn að spyrja sig.

vegna þess að ekkert fælir konu frá lestri eins og léleg bók. og ég er búin að eyða annsi mörgum vinnustundum í eitthvað helvítis krapp. og langar þá varla að lesa meira. er bara óglatt af öllum óbjóðnum.
og ekki bara það heldur lenti konan í því að sofna með eina svona afspyrnu lélega bók í bólinu. og sorpið var innbundið.

hélt ég fengi glóðarauga.

eeeen verkið var svo lélegt að þrátt fyrir innbindingu tókst því ekki að skilja eftir mark á mér. hvorki líkamlega né andlega.

nídless tú sei þá er ég orðin afhuga innbundu drasli. héðan í frá verða það bara fagurbókmenntir í kiljuformi. í versta falli innbundið í silkimjúka forhúð.

2 Comments:

  • At 11:01 f.h., Blogger Minimizeme said…

    Hvaða bók var svona vond Silla mín? En ég er alveg sammála þér sko, það ætti að vera aðvörun á svona vondum bókum. Stærsti galli minn er svo sá að þurfa alltaf að klára þær bækur sem ég byrja á, svo að ég hef lesið (og lokið við) allt of margar vondar bækur...
    Bkv. Hófí

     
  • At 8:49 e.h., Blogger svonakona said…

    ohhh-ég er einmitt svona fötluð líka. þ.e. að þurfa helst að klára allt draslið. og sjá svo eftir tímanum sem fer í það. en þessi ákveðna bók...þetta var sem sagt belladonnaskjalið. alveg hrútleiðinleg og bara almennt mjög léleg. en ég kláraði hana af einskærri skyldurækni. og hlaut næstum glóðarauga að launum.

     

Skrifa ummæli

<< Home