Röfl sjálfhverfrar húsmóður í úthverfi

er rassinn á mér stór í þessu?

föstudagur, mars 07, 2003

Jæja!

Úff púff-ég hætti mér í dag í miskunnarlaust andrúmsloft tískuvöruverslanna höfuðborgarinnar-það var fremur líandi lífsreynsla. Sérstaklega þegar ég hætti mér í hinn grimma heim mátunarklefans og sá ásjónu mína í spéspeglinum sem tísku mafían hafur komið fyrir þar inni. Ég hef ýmist Guð almáttugan eða lýtalækna grunaða um að "eiga við" speglana. Guð til þess að reka mann í endurholdgun og lýtalæknana til að reka mann í gastric bypass, fitusog, nefaðgerð og sílíkon.
Síðan má kannski líka bæta sálfræðingum á listann-þeir vilja fá konu niðurbrotna með sjálfsmyndina í molum eftir slíka raun sem þessir klefar geta verið.
Og ég er ekkert að grínast sko-ég er alveg viss um að ég hef rétt fyrir mér. Því það getur ekki verið að ég sé eins og spéspegillinn vildi meina að ég sé.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home