Röfl sjálfhverfrar húsmóður í úthverfi

er rassinn á mér stór í þessu?

fimmtudagur, febrúar 27, 2003

Political Compass

Mæli alveg eindregið með pólitíska kompásnum. Ég tók þetta próf snemma í sumar, niðurstöðurnar mínar hafa örlítið breyst. Ætli breytingar í pólitísku landslagi hér á landi hafi það mikil áhrif á skoðanir konu að þær bara breytist??? Ég hef nú ávallt litið á mig sem hugsandi konu en ekki sauð sem eltir ákveðin foringja eða jarmar eins og hinar rollurnar. En kannski ég verði að fara í einhverja naflaskoðun. Nú eða að þessar breyttu áherslur í minni prívat pólitík séu bara eðlilegar. Enda voru þetta ekkert miklar breytingar-en nægar til að ég fari að velta vöngum. Sem er gott!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home