Röfl sjálfhverfrar húsmóður í úthverfi

er rassinn á mér stór í þessu?

laugardagur, janúar 08, 2005

grey jennifer-ekki lengur heppnust

brad pitt er á lausu. og jennifer aniston er ekki lengur heppnasta kona í heimi. bara kannski sú næst heppnasta. og ég er í þriðja sæti. enda er rík, sæt og góð. og gift alveg hreint ótrúlegum manni. en núna er vinkonan bara rík og sæt. jájá mikil ósköp.

mánudagur, janúar 03, 2005

merkilegt hve öllu er misskipt

ég var að gera upp árið 2004 í huga mér og var harla ánægð. mitt besta ár til þessa. ég á yndisleg börn, mann sem ég elska og ég veit að elskar mig, fallegt heimili, frábærar vinkonur, fór í skemmtileg frí, gekk vel í vinnu/skóla. eintóm hamingja hvert sem litið er í mínum afmarkaða heimi. en svo sá ég fréttaannála ársins. og það áttu ekki allir svona gott ár.

ég óska öllum að árið 2005 verði þeim jafn gleðilegt og árið 2004 var mér.