Röfl sjálfhverfrar húsmóður í úthverfi

er rassinn á mér stór í þessu?

föstudagur, nóvember 12, 2004

Stella í Malavi

ég er búin að ætla að pósta þetta hérna lengi. en allaveg-þá er stella algjör ofurkona, frábær, skemmtileg, klár, góð og bloggið hennar alveg magnað. skoðið það.
stella í malavi

sunnudagur, nóvember 07, 2004

ég á laptop

þess vegna er ég.

nema hvað að lappinn minn, blessaður, er farin að haga sér í meira lagi undarlega. og þar af leiðandi finnst mér ég varla vera. hvorki fugl nér fiskur. hvorki né. ekkert. nóboddý.

gott hardver er mikilvægara en flest annað þegar kemur að því að byggja upp og halda utanum sjálfið.

Bond, James Bond

einu sinni fannst mér bondinn alveg svakalega svalur. sá allar myndirnar og hélt varla vatni.

núna skammast ég mín fyrir að hafa fundist þetta einu sinni. hann er bara vibbi. segi ég og skrifa.
er merkilegt-en kemur ekkert á óvart