Röfl sjálfhverfrar húsmóður í úthverfi

er rassinn á mér stór í þessu?

fimmtudagur, september 16, 2004

heimska eða sjálfspíningarhvöt?

jæja-konan hefur sennilega gert mestu mistök þessa áratugar. ágætt að klára það bara-illu best aflokið og það allt.

hugsandi lesendur eru sennilega að velta fyrir sér hvað falleg og gáfuð kona gæti hugsanlega gert sem flokkast gæti sem mistök. það er sennilega skynsöm hugsun. nokkuð sem konan tapaði í gærkveldi og gerði því títtnefnd mistök.

jæja. mistökin voru þau að kaupa miða á ríjúníon hjá þeim sem luku námi úr gagnfræðaskóla garðabæjar einhvern tíma seint á níundaáratugnum.



og hérna er verið að borga pjéninga sem eignmaðurinn hefur aflað með heiðarlegum hætti, einungis til þess að upplifa niðurlægingu og ömurlegheit unglingsárana að nýju með fyrrum kvölurnum.

þarf sennilega að endurskoða lyfjaskammtinn. ekki heilbrigt að sækjast eftir slíku.

og núna hellast yfir konu allar þær ömurlegu tilfinnigar sem nýlega hefur verið unnið úr. ætli þær á hvíta bandinu taki við útskrifuðum sjúklingum ef þeir gera eitthvað verulega heimsulegt?

2 Comments:

  • At 11:12 e.h., Blogger Lilja said…

    Nei, þetta eru engin mistök. Ég er sko megastolt af þér. Bara face the fear sko :D Þetta fólk er líka ekki sama fólkið og það var fyrir 15 árum.

     
  • At 9:59 f.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Já, gott hjá þér!!! Er sammála Lilju sem oft áður... Maður verður bara að feisa liðið, stökkva á vandamálið. Fólkið er orðin 15 árum eldra og er vonandi búið að gera sér grein fyrir hvað má/má ekki gera öðru fólki. Þar að auki verður fullt af mínum vinkonum þarna :-) Og þær eru svo skemmtilegar...
    Bkv. Hófí

     

Skrifa ummæli

<< Home