Röfl sjálfhverfrar húsmóður í úthverfi

er rassinn á mér stór í þessu?

sunnudagur, febrúar 06, 2005

var að horfa á þessa mynd

ágæt svo sem. endaði samt illa. var farin að vonast eftir svona voltarie pælingum. þó að candide hafi verið satíra og allt það þá fjallaði það verk um það að það er engin orsök án afleiðingar. og eins mikil hæðni og það var þá hafði kannski leibniz heimspekingurinn og samtíðingur voltaire rétt fyrir sé þegar hann hélt því fram að við lifðum í besta heimi allra heima. og það er ekkert okkar að leika guð og breyta einhverju. þá fer bara eitthvað í kúk annar staðar. sem er ekkert endilega betra.

en þetta stríðir samt algjörlega gegn þeirri einlægu trú minni að allt sem þurfi til að hið illa verði verra, versni, þrífist og allt það sé að góðir menn og góðar konur geri ekkert.

en samt fannst mér butterfly effect enda illa. voltaire var betri.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home