Röfl sjálfhverfrar húsmóður í úthverfi

er rassinn á mér stór í þessu?

sunnudagur, desember 26, 2004

Guð blessi okkur öll-og gleðileg jól

var að horfa á dickens jólaævintýrið. dickens er eiginlega sá sem bjargað hefur jólunum. oft á tíðum allavega. og draumur á jólanótt er fyrsta heimsbókmenntaverkið sem ég las. og þar kviknaði óslökkvandi þorsti í bækur og ævintýr. helst með smá hryllingsívafi.

ég var níu ára.

ég gat ekki lagt bókina frá mér. ég grét. og í hjarta mínu varð til einhver óútskýranleg ást. ég hafið fundið í fyrsta sinn til raunverulegrar samkenndar með skáldaðri persónu. og þegar slíkt gerist með hreinni ástríðu verður ekki aftur snúið.

takk fyrir það herra charles dickens.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home