Röfl sjálfhverfrar húsmóður í úthverfi

er rassinn á mér stór í þessu?

föstudagur, desember 03, 2004

víðsjá og tækniundur

uppáhaldsútvarpsþátturinn minn er víðsjá. reyndar er það þannig á barnmörgu heimili að sjaldan er hægt að hlusta á víðsjá. en núna er svo komið að hægt er að hlusta á víðsjá á netinu. og ég held að ég hætti bara að lesa. liggi bara hér og hlusti á víðsjá.
núna er ég til dæmis hérna uppí sófanum á tólfta tímanum, hljóð í húsinu að undanskilinni fallegri rödd fíumíuskíapíu sem er að fjalla um bókmenntir. nema hvað að umræddur þáttur með umræddum lestri var sent út á mánudaginn síðasta.

já og núna er verið að ræða um mýturnar og sagnfræðina-baráttuna um sannleikann. jájá mikil ósköp.

bara snilld.

og fía er líka frekar mikill snillingur-og klárasti bókmenntafræðingur sem ég þekki.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home