Röfl sjálfhverfrar húsmóður í úthverfi

er rassinn á mér stór í þessu?

föstudagur, janúar 14, 2005

óvinsælasta kona sunnan bústaðarvegar

er ég.
í morgun vakti ég eiginmanninn með afmæliskossi og gjöfum. klæddi mig svo í pæjugallann. fór í pils og læti. og ók af stað til náms og starfa. átta traffíkin var frekar þung úr kópavoginum, en samt ekkert hræðileg.

fyrr en ég sá til þess að hún versnaði til muna.

í brekkunni sem liggur upp á bústaðarveginn, af kringlumýrarbrautinni, drap bílinn á sér. einmitt á miðakgreininni. svaka stuð. og ekki vildi druslan í gang aftur. þá rámaði mig óljóst í að ég hefði síðast keypt bensín á þorláksmessu. það vill nefnilega til að ég er ákaflega ópraktísk kona. og praktískir hlutir eins og að ökutæki þurfi á eldsneyti að halda er nokkuð sem hvarflar eiginlega aldrei að mér. enda hef ég orðið oftar bensínlaus en ég get talið.
þess vegna fann ég sjalfa mig í þessari skemmtilegu stöðu. stopp á háanna tíma á einum af umferðarþyngri gatnamótum borgarinnar. og að auki í 15°halla.

samverjar eru ekki miskunsamir í morgunumferðinni. það fyrsta sem hvarflaði að mér var að skilja bílinn einfaldlega eftir í miðri brekkunni á miðakreininni. taka bara bæjarbíl og spá ekki frekar í bílnum. enda ólukkansskrapatól.

en ég lét ekki undan fyrstu hugdettu. tókst að lokum að láta bílinn renna aftur á bak út í kant-sem bílífjú mí-er ekki auðvellt á þessum stað á þessum tíma. allir garðbæingar, hafnfirðingar og kópavogsbúar voru við stuðarann á mér og sýst í stuði.

en pæjan gerði bara það sem þarf að gera í þessari stöðu. kom bílnum á kanntinn og lagði af stað í svaðilför mikla á tveimur jafnfljótum. og svaðilför var það. svona til að hressa upp á minni ykkar ágætu lesendur þá var mjög blautt í morgun. og mjögmjögmjög hált. og ég í miðri brekku. í pilsi. en sem betur fer ekki í háhæluðum skóm-sem vissulega hafði hvarflað að mér að vera í. þeinkgod.

ég nánast skreið upp í stóragerði. og ef ég var ekki á hnjánum óð ég stöðuvötn sem náðu mér í mitti. og keypti bensín á brúsa. var boðið far til baka af huggulegaum manni á huggulegum jeppa. en mamma mín kenndi mér að fara aldrei upp í bíl hjá ókunnugum, þannig að ég brosti bara mínu blíðasta, þakkaði fyrir gott boð en sagðist jafnframt vel geta bjargað mér. sem ég gat að sjálfsögðu.

en þegar þarna er komið við sögu eru hrakningum mínum ekki alveg lokið. en hinar hrakningarnar eru ekki neitt til að hafa eftir, enda lítilfjörlegar miðað við þetta. en ég komst aftur að bílnum, óslösuð, sem má teljast merkilegt miðað við færðina, kom á hann bensíninu eftir að hafa vandræðast mikið með hvernig á að opna bensínlokið. kom druslunni í gang eftir nokkrar tilraunir. og mætti svo klukkutíma of seint í skólann.

en það sorglegasta við þessa sögu er hins vegar sú staðreynd að ég mun ekkert læra af þessu. ég mun ótal sinnum verða bensínlaus í framtíðinni. sennilega ætti ópraktískt fólk ekki að vera með bílpróf.

2 Comments:

  • At 1:31 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    OMG!
    Hófí

     
  • At 3:39 e.h., Blogger Letidýrið said…

    Ég hefði þegið farið hjá huggulega manninum á jeppanum. Enda með endemum löt við að labba ;-þ

     

Skrifa ummæli

<< Home