Röfl sjálfhverfrar húsmóður í úthverfi

er rassinn á mér stór í þessu?

föstudagur, desember 03, 2004

geðsjúklingarnir hafa yfirtekið hælið

jæjajæa-það er á lífi. en rétt svo.

nema hvað-áðan fékk ég senda í pósti kínverska stjörnuspá. smá svona verkefni þar sem maður fyllir út nöfn, númer og lagatitla. og það var næstum krípi hvað þetta kom eitthvað svo nákvæmlega rétt út-nema þetta með lagatitlana.

ég verð eiginlega að deila þessu aðeins með blogginu mínu.
samkvæmt þessari spá er það að sjálfsögðu eiginmaðurinn sem ég elska mest af öllum-sem er alveg rétt. of kors.
tengdapabbi var maður sem ég ber virðingu fyrir en skil ekki alveg. það á líka alveg fullkomlega við.
tengdamamma er sú sem þekkir mig best. veit ekki alveg með það-og þó-við erum allavega mjög góðar vinkonur.
sú manneskja sem stendur hjarta mínu næst er elsta barnið mitt Agnes Engilráð-og ég verð að segja að það er eiginlega rétt (ekki það að ég geri upp á milli barnanna minna-en á milli okkar er einhver strengur)
happastjarnan mín er litli molinn minn Hrafntinna Margrét. og það er kannski alveg rétt.

en núna kemur að tvistinu-sem sagt lagatitlunum.
lagið sem lýsir eiginmanni mínum hvað best er "Heims um ból"!!!! MAÐUR LIFANDI! er ekki alveg að sjá það!
hið ódauðlega dollyparton eðallag "i will always love you" á við tengdapabba! huhh-held að það hafi ruglast á kynslóðum-á að sjálfsögðu ekki við hann heldur son hans!
síðan kemur hinn einstaki slagari "whiter shade of pale" og það lýsir hugafari mínu-ehh- veit ekki með það!

En síðan er það rúsínan í pylsuendanum! lagið sem lýsir viðhorfi mínu til lífsins best er....."the lunatics have taken over the asylum"!!!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home