Röfl sjálfhverfrar húsmóður í úthverfi

er rassinn á mér stór í þessu?

sunnudagur, febrúar 27, 2005

neyðin kennir naktri konu....

Jæja-konan fór út á lífið í gær. það í sjálfu sér er svo sem ekki merkilegt-enda djammglöð kona með eindæmum á ferðinni. það sem er hins vegar merkilegt er hvernig kjólamálum kvöldsins var háttað.

á föstudag fjárfesti konan í kjól einum ágætum. var fremur foj að máta kjól í large sem passaði-en tók því dömulega. sólahring síðar var málið að láta sjá sig í flíkinni nýju. konan búin að baða sig, raka burt óæskileg hár, greiða æskileg hár, bursta tönnina og sminnka sig óhóflega.

þá var komin tími á flíkina nýju-enda ekki nema 5 mínútur í brottför.

en þá kom í ljós að rennilásinn á kjólnum nýja var ónýtur. þá voru góð ráð dýr. hringt var í verslunina sem seldi konunni kjólin skaddaða. jújú-annað eintak var til í sömu stærð og það tekið frá í afgreiðslunni og merkt dömunni.

rokið var af stað, í engu nema kápunni til að hylja bandið í rassinum og náð í nýja eintakið af kjólnum. orðin aðeins of sein í geimið.

fyrsta stopp var hjá mági konunnar og svilkonu og í skyndi var stokkið inn á ofursmátt prívat þeirra skötuhjúa og kjólinn settur utanum kroppinn.

þá mætti halda að þessari sögu lyki hér farsællega. en, nei-ónei. hérna eru vandræðin fyrst að byrja. það ætti nú að vera nóg á eina konu lagt að þurfa að askvaða í gegnum fjölmenna verslunarmiðstöð með mikla stíðsmálningu á kápunni einni klæða. en guðirnir eru gamansamir og höfðu ekki fengið nóg á þessum tímapunkti.

eins og fram hefur komið var kjólinn merktur stafnum L-sem er eiginlega skarlatsstafur tískunnar og konan fremur miður sín yfir sig-enda hreint engin stórsmíði.

og mikið rétt. það kom í ljós að kjólinn sem upphaflega hafði verið keyptur var talsvert mikið minni en þessi sem var mættur á litla prívatið hjá mágnum og svilkonunni. þó að stærðarmerkingin hafi verið sú sama.

þessi kjóll var þannig gerður að engin leið var að nota hann svona stóran. tóku þá við miklar pælingar í hvernig þessu mátti redda og margar misjafnar aðferðir reyndar. þegar þarna er komið við sögu eru fífulindarhjónin orðin í seinna lagi og lítið gekk að fá flíkina til að passa.

mágurinn og svilkonan áttu ekki teppalím til að líma flíkina á sinn stað. allar tilraunir með nál og tvinna fóru fremur illa. eða öllu heldur fór kjólinn illa við slíkar aðstæður.

en þessi kona er ekki snillingur fyrir ekki neitt og í nauð þá er hún mikill spunameistari. ekki þýddi að fara í kápunni einni klæða í partýið og þessi nakta kona spann þá.

fékk lánaða myndarlega öryggisnælu hjá svilkonunnu (þá einu sem til var í kotinu) og að auki stóra og fyrirferðamikla blómanælu.

kjóllinn var síðan þrengdur um einhver ósköp og vansniðið sem myndaðist falið með blóminu góða.

nídless tú sei þá var konan gordjöss þetta kvöld-og mörg hrós féllu í hennar garð sem og flíkarinnar sem reddað var af stakri snilld. fífulindarhjónin skemmtu sér konunglega og dönsuðu fram undir morgun og aldrei sást í geirvörtur konunnar sem verður að teljast kostur þegar um þriggja barna móður á ferturgsaldri er að ræða.

2 Comments:

  • At 10:16 f.h., Blogger Berglind Rós said…

    Þú ert nú meiri snillingurinn, verst að hafa misst af þessu!

     
  • At 3:23 e.h., Blogger Siggadis said…

    Úfff.... margar hefðu verið farnar aftur heim, alveg karfavitlausar og búnar að berja afgreiðslustúlkuna í versluninni, nokkra kúnna í Kringlunni og karlinn ekki síst... :-)

     

Skrifa ummæli

<< Home