Röfl sjálfhverfrar húsmóður í úthverfi

er rassinn á mér stór í þessu?

miðvikudagur, október 27, 2004

draugagangur

í kollinum á mér
draugarnir hvíla sig á daginn
fela sig í gleymdum skúmaskotum
og földum hirslum
í gráa grautnum

en á kvöldin skríða þeir fram
og ráfa um í kollinum á mér
og ég ræð ekki við neitt
get ekki neitt sef ekki neitt er ekki neitt ekki neitt neitt

út af þessum sóðadraugum í hausnum á mér

þörf er á særingum

2 Comments:

  • At 8:44 e.h., Blogger Siggadis said…

    Heyja, ástarinnar snúllan mín! Jeminneini... hélt þú hefðir hætt að blogga *roðn* ... en gaman .... ég kem oftar við hér... það er nokkuð víst... mikið asskoti eru stelpurnar sætar :-) alveg eins og mömmsu sín....
    Knús og kossar... Siggadís

     
  • At 8:47 f.h., Blogger Lilja said…

    Alltaf sama snilldarskáldið ;)

     

Skrifa ummæli

<< Home