fór að versla í matinn...
sem væri náttúrulega ekki í frásögur færandi. nema hvað, innkauðaleiðangurinn var farin í hagkaupum, í mekka mammons. og það er í sjálfu sér ekkert til að æsa sig yfir heldur. en hins vegar það sem vekur upp þessa þörf til að deila með blogginu voru allar kynningarnar sem voru í gangi í þessari agalegu búð. einhvurjir ammrískir dagar hjá þeim í hagkaupum. nema hvað, konan gerði bara eins og hitt hvíta ruslið sem var á ammrískum dögum og smakkaði það sem var í boði. enda vel upp alin og brosi bara blítt og þakka fyrir mig þegar einhverju sorpi er otað að konu.
þannig að núna er konan eins og stórhveli. öll uppblásin af einhverjum viðbjóð og sykri. ojjjjjj
og í kvöld er ríjúníónið. spurning hvort að
a) pakkið haldi að ég sé bomm
b) hringi á grínpís til að láta bjarga hvalnum
c) fái nýjar og skemmtilegar hugmyndir til að níðast á bollunni
d) konan er ekki eins og hvalur en heldur það af því að þetta ríjúníon er í kvöld????
en þó má minnast á eitt sem er bara nokkuð gott hjá konunni og hún klappar sér á bakið fyrir. og það er að hún hafi ekki brugðið sér afsíðis og ælt öllum vibbanum!! Húrra fyrir konunni! Húrra fyrir pylsugerðarmanninum!
2 Comments:
At 11:07 e.h., Lilja said…
Ég giska á d), enda ertu svoddan megabeib að smá sykur og vibbi gerir ekki neitt svona í einum verslunarleiðangri ;)
At 1:37 e.h., svonakona said…
amm-sennilega rétt hjá þér lilja mín. en það var reyndar ein sem spurði hvort að ég ætti von á mér. ég gat svo sannarlega glatt hana með ísköldu augnaráði og ennþá kaldara tilsvari: "nei, ég er bara svona feit!" bwahahaha-hvorri okkar heldur þú að hafi liðið verr eftir það? :Þ
Skrifa ummæli
<< Home