Röfl sjálfhverfrar húsmóður í úthverfi

er rassinn á mér stór í þessu?

laugardagur, maí 10, 2003

Jæja. Upp er runnin kosningadagur. Ég er á lífi, búin að skila og ákveða hvað tekur við á næsta ári í mínu prívatlífi. Sem er ekkert smá frábært sko! Ég bara með stefnu til næstu ára-síðan er það bara að efna þetta kosningaloforð sem ég hef gefið mér sjálfri og standa við öll förgu orðin. Jamm-ég geri það vonandi, enda áreiðanleg kona :D

Mér finnst alveg með ólíkindum merkilegt hve mikið af fólki á íslandi sýnir stjórnmálaflokkum meiri tryggð og trúnað en mökum sínum. Menn og konur kjósa bara alltaf það sama og spá bara alls ekkert í hvað aðrir flokkar eru að gera, nú eða jafnvel ekkert í því sem "þeirra" flokkur er að gera. Þeir eru bara búinir að ákveða að þeir muni sko aldre kjósa helvítis íhaldið eða að allir aðrir en Dabbi eru kommar eða álíka. Hvað er það??? Ég er bara ekki að fatta svona þankagang. Áherslur flokkanna breytast reglulega, sem og þarfir kjósendana. Ég veit að það er voða sjalló að kjósa út frá því sem kemur manni sjálfum fyirr bestu, en kommon, það er ekki hægt að fjarlægja sjálfan sig úr jöfnunni. Þess vegna finnst mér svo ótrúlega fáránlegt eitthvað þegar fólk kýs bara alltaf það sama og síðast. Og jafnvel það sama og pabbi kaus alltaf og það sama og afi kaus á undan honum!! Talandi um rollur....memememeeeeeee

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home