Röfl sjálfhverfrar húsmóður í úthverfi

er rassinn á mér stór í þessu?

miðvikudagur, mars 12, 2003

Sko-ég get nú bara ekki orða bundist!! Sko bara svona til að hafa það á hreinu þá þoli ég ekki Fólk með Sirrý-sá þáttur pirrar mig út í hið óendalega. En fyrir einhverjar sakir var kveikt á ósómanum hérna áðan þegar ég var í sakleysi mínu að dunda mér eitthvað annað.. Heyri ég þá ekki svona útundan mér að byrjað var að tala niðrandi um konur og geðlyf.
Gestur Sirrýar var þá engin önnur en Jónína Benediktsdóttir og hún var að tala um að ALLIR læknar reyndu að þagga niður í konum með því að setja þær á geðlyf (humm-eða ég fékk ekki betur heyrt)!!!! HALLÓ!! Er ekki í lagi! Og hún er að hvetja konur (og karla) til að hætta bara að taka lyf og neita því að fá þunglyndislyf við einhverju jafn eðlilegu og sorg. Síðan komu nokkrar aðrar, sjálfsagt alveg afskaplega vel gefnar og duglegar konur, sem tóku undir með henni.
Sko-ég bar er ekki alveg að fatta þetta-kommon!! Hvað ef kona er það illa þunglynd og veik að hún í fullkoinni einlægni trúir því að eiginmaður og börn munu hafa það betra án hennar?
Þær sögðu að maður ætti bara að fara á fætur og horfa fram á veginn og vera jákvæður!!! Hvað ef kona sér bara engan helvítis (pardon my frence) veg framundan? Sjá bara ljósið og lífið!!! Kommonn-þetta er bara alveghreint með ólíkindum ömurlegt kjaftæði hjá þeim! Hljómar kannski vel fyrir þá sem aldrei hafa átt við veikindi að þessu tagi að stríða eða finna fyrir nettu skamdegisþunglyndi eða álíka-en því miður þá er þunglyndi bara alverlegur sjúkdómur ef hann er til staðar. Og þvílíkt erki kjaftæði að konur séu bara settar á lyf til að þagga niður í þeim og síðan ekki söguna meir-þær bara sendar heim með pilluglas!! Það virkar bara alls ekki þannig. Vinnubrögðin innan geðheilbrigðigsgeirans eru bara alls ekki þannig. Lyfin eru oftast notuð ásamt annari meðferð. Dísus kræst-á maður bara að fara í leikfimi og þá verður bara allt betra??? Urr barasta.
Og nú er ég ekki að gera lítið úr hennar kenningum-ég veit að hreyfing hjálpar mikið til þegar um þunglyndi er að ræða en þegar viðkomandi er það veikur að hann bara getur ekki klætt sig, svarað í síma, farið í sturtu, sinnt grunnþörfum sjálfs síns og þeirra sem á hann reiða þá getur bara ekki einhver helvítis (pardon agein) göngutúr bjargað málunum. Það er bara ekki svona einfall-því miður.

Been there, done that!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home