Röfl sjálfhverfrar húsmóður í úthverfi

er rassinn á mér stór í þessu?

þriðjudagur, október 05, 2004

núna er konan ekki kona sem endilega sættir sig við hlutina eins og þeir eru. syndir eilíflega á móti straumnum. sækist eftir bót og betrun og systralagi.

en dísús kræst hvað kverúlantar fara í taugarnar á henni. get a life lúsers.

þannig að ef konan gerist sek um að fara að hljóma, haga sér, líta út eða minna á einhvern hátt á kverúlant þá biður hún um það eitt að vera svift og innlögð.

takk fyrir

2 Comments:

  • At 12:59 e.h., Blogger Auður said…

    Kverúlant? Hvað er það??

     
  • At 4:13 e.h., Blogger svonakona said…

    kverúlant er sá sem allt hefur á hornum sér. kverúlant hefur nenfilega óvenjulega fyrirferðarmikil horn. og honum finnst mjög mikilvægt að hringja í smásálina. og skrifa í blöðin, hafa samband við öll þau samtök sem fyrirfinnast. ef kverúlant gerist sekur um glæp-t.d. umferðarlagabrot, þá er öðrum um að kenna. helst einhverjum mikilvægum sem er að sjálfsögðu í persónulegri krossferð gegn kverúlantinum, líkt og allir aðrir. enda er kverúlantinn fórnarlamb sem þarf að hafa mikið fyrir því að sækja rétt sinn. og láta alla vita af því.

     

Skrifa ummæli

<< Home