Röfl sjálfhverfrar húsmóður í úthverfi

er rassinn á mér stór í þessu?

föstudagur, mars 18, 2005

örvæntingafullar húsfrúr

er að horfa á 7-unda þátt um húsfrúrnar örvæntingafullu. namminamm. algjörlega brilljant þættir. eins og fyrsti þátturinn angraði mig. fannst þetta algjörlega glatað. en ákvað að vera ekki fordómafull og horfa á þátt 2 með opnum huga. og opin hugur borgar sig. alveg margborgar sig. við erum að tala um það sem vinkonur lucy jordan upplifðu eftir að hún fór í sinn eilífðar bíltúr í gegnum parís. við erum að tala um beðmálspíurnar í saumaklúbbi með stepford eiginkonunum. við erum að tala um sýndarveruleika sem er svo fáránlegur að hann getur ekki annað en verið sannur. og lucy sjálf (eða mary alice) segir söguna úr gröfinni. og framliðinn og vel skapaður sögumaður er bara snild.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home