Röfl sjálfhverfrar húsmóður í úthverfi

er rassinn á mér stór í þessu?

fimmtudagur, apríl 10, 2003

Núna er maður byrjaður og þá getur maður ekki hætt.....

Ég hef sko verið að velta því fyrir mér undanfarið (og kannski lengur en það) hvernig samskiptum mínum við annað fólk er háttað. Ég á nokkra kunningja og síðan nottla mjónurnar mínar, og síðan tvær góðar vinkonur þess utan-og þær þekkjat ekkert og líkar ekki sérlega vel hvorri við aðara. Eníveis-það sem ég hef verið að spá-svona svo ég noti þetta blessaða blogg til að leysa úr mínur sálarkrísum, er afhverju ég panika altaf og veit ekki hvernig ég á að vera þegar komið er að því að kunningskapur verður að vináttu?? Í hvert sinn sem einhver er vinalegur við mig fer bara dælan í gang í mínum innri general electric risa ameríska frystikæli og ekki aðeins það heldur reimar bansettur frystirinn líka á sig hlaupaskó og hleypur í örvæntingu í hina áttina! Ohhh-ég er svo pirruð á því-og sama hvað ég reyni þa´virðist þetta ekkert vera að lagast. hummm-er til einhver frostvökvi þarna úti til að afþýða vinaelementið í mér? Þá gæti ég bara fengið mér vænan slurk af því reglulega og hlekjað við mig kúlu!!!
Endilega látið mig vita ef þið eigið "ball and chain" og antifreeze. Komið með það í heimsókn og verðum vinir undir bræddu hjarta mínu og niðurnjörfuðu sálartetri.

Rokk og ról

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home