Röfl sjálfhverfrar húsmóður í úthverfi

er rassinn á mér stór í þessu?

fimmtudagur, apríl 10, 2003

jæja pæja! Vegna einnar áskorunnar hef ég ákveðið að kveða mér hljóðs í bloggheimum að nýju!

Ég var í atvinnuviðtali í dag. Það var nú bara alveg ágætt. En maður verður víst að hafa meðmælendur þegar maður fer í atvinnuviðtla. hummm-ég fann eina manneskju sem er tilbúin að mæla með mér! Það er elskan hún Siggadís. ég hringdi í hana í dag í gömlu vinnuna. Það er altaf gaman að heyra í henni. Hún er alveg ótrúlega skemmtileg og yndisleg hún Siggadís. Ég brosti sko út að eyrum lengi eftir að ég talaði við hana. Sem minnti mig nú bara á að ég þarf að fara að sjá hana. Hún er ein af þessum eðal sem maður hittir í gegnum lífið. Algjör eðal-dúlla sko ;-)

Annars er fremur lítið að frétta héðan úr sveitinni. Jamm-nema að minns er voða mikið að vinna í ritgerðinni-öhhh-eða þannig sko. Er allavega að hugsa mjög mikið um hana. Ég hitti hana Úlfhildi í vikunni og hún var bara nokkuð sátt. En henni finnst ég nota þankastrik of mikið-huhhh-hvað finnst ykkur? Ég hef alltaf álitið þankastrikið vera svona-hvað eigum við að segja-greinarmerkið mitt. Eða þannig. Þannig að ég þarf að' fara að reyna að minnka þessa þankastrikja notkun-eins og mér finnast þau kúl. En það er víst ekki allur sannleikur falin í kúlin-enda er ég ekkert kúl ;Þ

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home