Röfl sjálfhverfrar húsmóður í úthverfi

er rassinn á mér stór í þessu?

sunnudagur, október 31, 2004

allraheilagramessa nálgast

og þá fæddist ég. fyrir nokkrum árum. það skýrir sennilega smekk minn fyrir blóði og dauða. og ælu og morðum. og leyndardómsfullum voðaverkum. og almennri grótesku. þessa nótt, aðfararnótt allraheilagramessu, fyrir nokkrum árum, var móðir mín illa haldin af sótt. og krakkinn vildi ekki koma. hún var víst í nærri þrjá sólarhringa að koma mér frá sér. síðan fæddist ég að lokum. og hef smekk fyrir hrekkjarvöku og því sem henni fylgir. en samt svona líka prúð á yfirborðinu. en undir niðri kraumar þessi ofsi sem einkenndi fæðingu mína.

takk fyrir það elsku mamma mín, að hafa fætt mig af þér. hold af þínu holdi. blóð af þínu blóði.

1 Comments:

  • At 11:32 e.h., Blogger Lilja said…

    Já þú ert svo sannarlega fædd á allraheilagramessu ;)

     

Skrifa ummæli

<< Home