Röfl sjálfhverfrar húsmóður í úthverfi

er rassinn á mér stór í þessu?

laugardagur, september 25, 2004

sjoppuleg eða hvað?

þið kannist kannski við það hvernig fer ef að kona fer sjoppuleg út úr húsi. það er nefnilega alltaf þannig að ef að kona lætur sjá sig ómálaða, ógreidda og ótannburstaða að a) gamall kærasti er á sömu slóðum eða b) gamall sjéns. þetta er bara eitt af lögmálum náttúrunnar.

nema hvað. konan fór áðan í búðina, sjoppuleg í meira lagi. í max úlpunni sem einhverntíma var hvít. á inniskónum. með tinna-hárgreiðsluna á hreinu, bauga niður að hnjám sem engin tilraun var gerð til þess að fela, stírur í augunum, túrverki dauðans og jámm...þið áttið ykkur á að hin annars óaðfinnanlega kona var frekar léleg á almannafæri.

nema hvað. það var enginn gamall kærasti í búðinni. og ekki heldur neinn gamall séns. og ekki nein leiðindakelling sem má ekki sjá veiku hliðar konunnar.

því dregur konan þá ályktun að hún sé hott svona sjabbí. ef ekki þá hefðu gömlu sjénsarnir allir verið að versla sér salernispappír á sama tíma og konan!

2 Comments:

  • At 1:31 e.h., Blogger Lilja said…

    Jebb, það er mjög rökrétt ályktun ;)

     
  • At 12:01 f.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Kæra svonakona, takk fyrir peppið, ég væri alveg til í að spá í þessa höfuðbeina og spjaldhryggsmeðferð, þarf að skoða það hvar ég kemst í svoleiðis.
    bacongellan

     

Skrifa ummæli

<< Home