Röfl sjálfhverfrar húsmóður í úthverfi

er rassinn á mér stór í þessu?

þriðjudagur, febrúar 18, 2003

Ég frétti í dag að Buffy vinkona mín sé að slátra vampýrum og öðrum óvættum á popptíví.

Þetta hefur valdið mér þó nokkru hugarangi í dag. Ég nebbla elska Buffy. En ég hinsvegar hata popptíví meira en pestina. Það gífurlega mikið að ég hef ekki einu sinni fengið mig til að stilla popptíví inn á sjónvörpin á heimilinu. Ástæðan fyrir þessu hatri mínu finnst mér að ætti að vera öllum augljós-stöðin er ein af dapurlegri birtingarmyndum kvennfyrirlitningar á landinu. Ég segi ekki kannski sú alversta-en nálægt því. Og ég, sem ábyrg móðir þriggja ungra stúlkna, vil ala þær upp í góðum siðum, sjálfstrausti og öryggi og því ekki fengið mig til að færa popptíví inn á heimilið.
Með þessari einföldu ákvörðun finnst mér ég senda dætrum mínu skýr skilaboð-og hugsanlega fleirrum. Margir hafa komið með þau rök á móti að sú siðfræði sem í hávegum er höfð á umræddri stöð muni blasa við saklausum dætrum mínum víða annars staðar í samfélaginu. En ég hef þá allavega kennt þeim hver mín afstaða gagnvart þessari menningu er og þær eru þá kannski betur í stakk búnar til að taka skynsamlega ákvörðun sjálfar. Rétt eins og ég hvorki reyki né drekk fyrir framan börnin mín-þá þýðir það ekki að þær munu aldrei standa frammi fyrir slíku í okkar samfélagi, en þær hafa þó allaveg fyrirmynd sem hefur tekið afstöðu.
En núna stend ég sem sagt frammi fyrir klemmu. Þessi einfalda og auðeftirfylgjanlega regla er allt í einu orðin flókin. Það væri óneitanlega merki um tvöfallt siðferði hjá mér að horfa á Buffy á popptíví en jafnframt leggja jafn mikla væð við stöðina og ég geri.

Buffy er á sjónvarstöð kvennfyrirlitningarinnar og ég get ekki gert upp við mig hvort ég elska Buffy meira en ég hata popptíví. En ég hef sossem smá tíma til að ákveða mig-mér skillst að Buffy sé ekki fyrr en á morgun. Þar með er ég einnig komin með eitthvað til að vera andvaka yfir.

Að horfa eða horfa ekki á popptíví-þar er efinn.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home